Læknablaðið - 01.05.1921, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ
11
tannskemdir höfðu urn 20% af yngstu börnunum. Nef- og kok-sjúkd. voru
þyngstir á metunum, næst tannskemdum.
Mikil áhersla er lögS á, aö skólaeftirlitiS verSi ekki aS gagnslausri statis-
tik, og aS þær endurbætur og a'ögerSir komist í verk, sem nauSsynlegar
eru. Skólahjúkrunar- eSa eftirlitsstúlkur vinna mest aS því, aS heimsækja
heimilin og líta eftir þeim. Þær ganga á sérstök námsskeiS eSa skóla.
Full-lærSar verSa þær á 2 árum, en 1 árs lærdómur er og látinn nægja.
Allur kostnaSur viö skólaeftirlitiö (læknar, hjúkrunarstúlkur, lyf, gler-
augoi, ritstörf), er aö eins 1 shill. 9 p. á barn.
Uppruni vanheilinda skólabarna. Ensk stjórnarskýrsla bendir sérstak-
lega á þessi atriöi: — I. Óhentugt og ófullkomiö viöurværi. Auk
þess sem þaS leiöir til megurSar, framfaraleysis og meiri viökvæmni fyr-
ir flestum sjúkdómum, er beinkröm og allar afleiöingar hennar þýSingar-
mikiS atriöi. Orsök beinkramar þekkist ekki meö fullri vissu. Sumir segja
hana skort á A vitamini eSa aö minsta kosti vitamini, aörir aö hún stafi
af hverskonar illum aSbúnaöi, vondu lofti, húsakynnum o. fl. — II. N æ m-
ir k v i 1 1 a r, einkum mislingar, kíghósti, berklaveiki og liSagigt og af-
leiSingar þeirra, valda mörgum vanheilindum. — III. S 1 í m h ú S a þ r o t i
(nef, kok, munnur, lungu, augu, eyru, meltingarfæri) er ein aSaluppspr'ett-
an, sem fæst börn eru laus viö og mörg ganga meö árum saman. Kokkvef
leiöir til veget. adenoideae og nefkvef til hypertr. á slímhúS nefsins, sér-
stakl. conchae og nefstýflu. Af hvorutveggju leiöir munnöndun, hún aftur
til sjúkd. í munni, tönnum og tonsillae, hindrar þroskun kjálkanna, tann-
anna og nefsins, ummyndar jafnframt andlitiö og dregur úr öllum þrif-
um barnsins.
ÞaS mætti mörgu viS þetta bæta, en eftirtektarvert er þaS, aö skýrslan
brýnir þaS mjög fyrir læknum, aS láta sér ekki nægja meS diagnosis og
meöferö á kvillunum, heldur eigi þeir aö grafast sem best fyrir allar or-
sakir til vanheilinda skólabarna og h v e r s u s á b r u n n u r v e r S i
b y r g S u r. ÞaS á aö vísu aö gera viö þeirn kvillum, sem komnir eru, en
sérstaklega þó aö sjá viö þeim framvegis, svo börnin fái þá ekki.
Manndauði hefir fariS stórum minkandi hjá oss eins og þessar tölur
sýna:
1841—1850 .... 3i.i%o
1851—1860 .... 29.3 %c
1861—1870 .... 32.7%c
1871—1880 .... 24.9%0
1881—1S90 .... 25.8%c
1891—1900 .... i7-9%o
I9OI--1905 .... l6.2%c
I9O5—1915 .... I5.2%o
Þetta er risavaxin framför, þó ekki sé talað um 1917, því þá dóu aS
eins 12 af hverju þúsundi íbúa. Til samanburöar má minna á, aS dánar-
talan var 1895—1905 í Danmörku 15.6, Noregi 15.2, SvíþjóS 15.8, Eng-
landi 16.8 og Þýskalandi 20.6. Lægst hafa Danir komist 1913: 12.5.
Þegar litiö er yfir hversu manndauSi fór sífelt lækkandi i flestum lönd-
um fyrir ófriöinn, vaknar ósjálfrátt sú spurning: Hve hár er hann eigin-
lega ef öll heilbrigöismál eru i sem bestu lagi? Hve lengi getur hann
haldiö áfram aS lækka?
Þetta er aS vísu óráöin gáta og eflaust hlýtur ætíS aö verSa töluveröur
munur á löndum og þjóSum. Þó vita menn meö vissu, aS enn getur mikiS