Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1923, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.04.1923, Blaðsíða 4
LÆKNABLAÐIÐ 50 dettur mér ekki í hug, að efast um þær tölur, en hinu vil eg halda fram, aö af þeim megi ekki draga ályktanir, sem snerti alt landiö hvernig sem stendur á þessari sullsækni holdsveikra manna. En þaö vill nú svo vel tii, aö ekki er nauðsynlegt, að vita nokkurn veginn, eöa geta giskað á tölu þeirra, sem hafa leynda sulli, til þess aö geta gert sér rétta hug- mynd um rénun veikinnar. Frá árunum 1896—1920 eru til skýrslur frá héraðslæknum til landlæknis um alla sjúklinga meö augljósri sullaveiki, sem þeirra hafa leitað og allra praktiserandi lækna. Skýrslur fyrir árin 1896—1911 eru prcntaðar i sögu sullaveikinnar á íslandi eftir mig, en um árin 1911-1920 eru þær nýlega, fyrir dugnað próf. Guðm. Hannessonar, komnar á prent í Heilbrigðisskýrslunum. Þessar tölur er óhætt að leggja tii grundvallar, því að það er ekki minsta ástæða til að halda, að leynd- ír sullir séu ekki alt af nokkurn veginn jafnmargir í hlutfalli við hina, scm augljósir eru. Skýrslurnar hafa auðvitað ýmsar misfellur; þær vantar sum árin úr nokkruna héruðum, og hætt er við að vanhöld nokkur hafi stundum verið á framtali praktiserandi lækna, en þessar misfellur má gera ráð fyrir, að séu upp og niður hinar sömu, ár frá ári, a. m. k. ekki vaxandi. Enda vcga þessir gallar, sem miða að því, að gera tölurnar of lágar, nokkuð upp á móti því, að sjúklingar þeir, sem hafa verið operer- aðir i Reykjavik og á Akureyri, eru eflaust tvítaldir, sumir hverjir: bæði þar scm þeir áttu heimili og í Revkjavík, eins og við próf. Guðm. Hannes- son höfum bent á; en tvitalningin gerir auðvitað tölurnar of háar. Nú sýna þessar skýrslur, að tala þeirra sem leitað hafa lækna, vegna sullaveiki, hefir stórum lækkað á þessu árabili; að vísu ekki alveg reglu- lcga, en samt yfirleitt færst niður á við; fyrstu árin eru langhæstar tölur, síðustu lægstar, en mcð nokkurri tilhneigingu til að standa í stað nokk- urt árabil. Við þetta bælist, að margir héraðslæknar taka það fram síð- ari árin, að sullaveiki sé í stórri rénun í umdæmum þeirra. En maður getur einnig fengið stuðning úr annari átt, með því að bera saman hlutfallstölurnar milli gamalla sulla og ungra, hjá þeim sjúkling- um sem hafa verið skornir fyr og síðar. Eins og eg hefi tekið fram áður, hefir Dévé leitt megnar lílcur að því, að sullungar myndist vegna veiklunar sullormsins, og eg er sannfærður um að þetta er rétt. Nú má segja, að aldur sulla megi ekki ráða af því cinu, hvort þeir cru veiklaðir og skemdir. Að vísu ekki; auðvitað geta ungir sullir veiklast, en það er samt bersýnilegt, að með aldrinum fjölgar orsökunum til veiklunar, og sjálfur aldurinn er út af fyrir sig ein orsökin, og líklega ekki sú, sem minst um varðar. Þess vegna má yfirleitt gera ráð fyrir, að monoeystiskir sullir, með vatnstæru innihaldi og án eggja- hvítu séu yngstir. Sullir með ungum og skemdum í sullhúsi eða án sull- húss, eldri, og elstir þeir, sem hafa skemdir í capsula fibrosa eða kalk. Reynsla mín er sú, að yngstu sullirnir séu nú miklu færri, í samanburði við hina, heldur en fvrri árin, sem eg átti við þá. Þannig hefi eg t. d. síð- ustu 4 árin (síðan eg skrifaði í Læknabl., í apríl 1919)', skorið 18 sullsjúkl. Af þeim hafði einn einasti sull án sullunga, með vatnstæru innihaldi, (og auk þess 1 sull þess konar, sem hafði myndast í örinu eftir sullskurð, sem var gcrður 4 árum áður). Þetta verður tæplcga skilið á annan hátt en þann, að seinni árin mynd- ist yfir höfuð færri sullir, eða með öðrum orðum færri sýkist af sullum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.