Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1923, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.04.1923, Blaðsíða 8
54 L'ÆKNABLAÐIÐ lögbj óíSa hana, svo að hún fari fram um land alt, og á sama hátt allstaðar. En hvort hcldur hundalækningar verða lagðar niður eða þeim verður haldið áfram. þá verður að halda áfram og skerpa eftirlit með meðferð sulla i sláturfé, því þar er öruggasta leiðin til útrýmingar veikinnar. Það er bæði öruggari leið og vandaminni, að verja hundana, en að v a r a s t þá. Ef enginn hundur nær að eta sull, þá fær enginn hundur bandorm, og veikin hverfur með þeim hundum, sem nú lifa. Hver, sem liefir þetta hugfast, mun skilja, að með hirðuleysi í meðferð sulla, getur hann orðið „mannsbani, eins eða fleiri". F.n héraðslæknanna skylda er jjað, að sjá nm. með aðstoð yfirvaldanna, að fyrirmælum laganna sé stranglega framfvlgt í þessu efni. En þeir geta ekki litiö eftir því, hvernig farið er með sullina. þegar slátrað er í heimahúsum. Samt geta þeir nokkru áorkað með fyrirlestrum og fræðslu héraðsbúa um varnir gegn sullaveiki, og þá leiðína haía þeir farið Arni Arnason og Ólafur Lárusson, og sennilega flein, þó þess sé ekki getið í Heilbrigöisskýrslunum, en það e i g a þeir allir að gera. En þótt framkvæmdir læknanna verði miklar og góðar, sem vænta má, þá er ekki þess að dylia, að eg býst ekki við því, að neinn okkar sem hér erum, sjái gersamlega fyrir enda á sullaveikinni hér á landi. Til þess þarf lengri tima en við eigum ólifað, og áhrifin af heppilegum framkvæmdum gegn sullaveiki þurfa æfinlega ein 20 ár, eða meira, til þess að koma í ljós. Og svo er annað : Mannlegur breiskleiki er mikill; og kæruleysi. trassa- skapur og ólöghlýðni eru alþekt hér á landi. Fyrir þvi mun verða bið á fullri útrýmingu veikinnar, þó hún sé það mark, sem á að keppa að. Eg trúi það revnist erfitt, að höndla „Idealið“, og svo hefir það reynst í þessu rnáli annarsstaðar. Á allsherjar læknafundi í Argentina haustið 1922, var kvartað yfir því, að veikin væri að færast í vöxt í Buenos-Aires og nágrenni borgarinnar, (eftir þvi sem skrifað er til „Journal of the American Medical Association, 9. des. 1922), og þar voru lagðar fram skýrslur um útbreiðslu veikinnar i sláturfé, og eru þær svo látandi: Ár NautEtripir Kindur I9IO .. 5% 5% 1922 .. .. 15 °/o 30% Á Nýja-Sjálandi var veikin talin i rénun 1914, en frá Ástralíu hefi eg éngar skýrslur séð. Við erum ])á ekki allra verstir hérna. En það er ekki nóg; við eigum að vera með þeim bestu, og við verðum að muna það, að hér eftir eins og hingað til, verða framfarirnar læknunum að þakka.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.