Læknablaðið - 01.04.1923, Blaðsíða 6
52
LÆKNABLAÐIÐ
Þessi rénun sullaveikinnar er mjög gleðileg. Þaö er æfinlega hressandi
fyrir læknana aö vita, aS starf þeirra ber árangur; og vitneskjan um þaS,
aS barátta þeirra gegn sullaveikinni, hefir boriS ávöxt, ætti aS verSa
þeim hvöt til aS halda baráttunni áfram og herSa á henni. Því aS langt
er enn aS takmarkinu, útrýmingu veikinnar. ÞaS má, meSal annars, sjá
á því, aö í HeilbrigSisskýrslunum er taliö, aS veikinnar hafi, síöustu
10 árin, oröiö vart í 8 börnum. ÞaS eru þó sjúklingar, sem bersýnilega
hafa nýlega tekiö veikina. Og enginn efi er á því, aS á þessum tíma hafa
margir fleiri en þessir 8 tekiö veikina, og ganga meö leynda sullj. Og
enn er ekki komiö svo langt, aS ekki deyi fleiri en io á ári hverju úr veik-
inni (lægsta talan ii). Þetta, aS dánartalan hefir lækkaö minna, tiltölu-
lega, en sjúklingataian, verSur eölilega skýrt á þann hátt, aS gömlu sull-
irnir eru nú tiltölulega fleiri, en þeir, eru alt af hættulegri, aS minsta
kosti viS skurSlækningu.
Til þess aS geta hagaö baráttunni gegn veikinni á sem skynsamleg-
astan hátt, þurfum viS aS vita hverju rénun hennar er aS þakka.
NokkuS vitum viö. ViS vitum, aS þaö er einkum starfsemi læknanna
aö þakka, útlendra og innlendra, beinlínis og óbeinlínis. En hvaSa liSur
i starfi þeirra hafi reynst happadrýgstur, þaS vitum viS ekki; en þurf-
um að vita, til þess aö leggja mesta áherslu á hann framvegis.
Eru þaö fyrirmæli laganna, sem sett hafa veriö eftir frumkvæöi lækna?
ESa er þaö sú íræösla, um eSli veikinnar, sem læknar hafa veitt almenn-
mgi, sem gert hefir almenning varfærari í meöferS sulla og í sambúö
viö hunda? Líklegt er, aö um hvorttveggja þettá sé aS ræöa, og enginn
vafi er á því, aö almenningur gætir nú meiri varúöar, bæöi aS því er
snertir sýkingu hunda meS sullum, og sýkingu manna meö eggjum hunda-
bandorma.
Fyrirmæli laganna, 22. maí 1890, snerta 3 aöalatriöi, eöa liöi:
1) Hunda skal telja fram árlega, og lagöur á alla hunda skattur, hærri
á óþarfa hunda.
2) Alla sulli úr skepnum, sem er slátraö, skal grafa í jörS niöur, svo hund-
ar komist ekki í þá, eSa brenna.
3) HeimilaS er sýslunefndum og borgarstjórnum aö semja reglur um að
lækna hunda af bandormum.
ViS vitum, aö 1. liður miöar aö því, aS fækka óþarfa hundum; hann
gerir þaö, ef lögunum er framfylgt, og í sveitum eru nú miklu færri hund-
ar en þegar Krabbe ferSaöist hér um. ViS vitum, aS 2. liöur er sjálfsagSur
og gagnlegur, en grunur leikur á, aS eftirlit meS því, hvernig ákvæSinu
er framfylgt, sé ábótavant. Auövitað getur sjaldnast oröiS viö komiS
læknis-eftirliti meö slátrun á heimilunum, en nú er svo komið, aS einmitt
i fjárriku sveitunum er langflestu fé slátraö í kaupstöðum, í sláturhúsum,
og þar ætti ekki aS vera erfitt, aö hafa eftirlit meö framkvæmd laganna,
aö þvi er þetta snertir, enda er það tekið fram í skýrslum sumra héraSs-
lækna, aS svo sé gert. 3. liSurinn hefir víöa veriS notaöur, og ,,hunda-
lækningar“ fara víöa fram, en einmitt þær orka tvimælis hjá sumum
læknum, bæöi aö því er framkvæmd og árangur snertir, og sumir lækn-
arnir taka þaS fram, aö bandormsliSir sjáist ganga niSur af hundunum
alt áriS, þrátt fyrir hreinsunina.