Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1923, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.04.1923, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 59 Kolsýrulækning. Sé fljótandi kolsýra látin streyma úr brúsum þeim, sem hún venjulega flytst i, veröur hún aö svonefndum kolsýrusnjó með hitastigi 790 C. Snjóinn má hnoöa í sérstök mót, þrýsta honum á hör- und sjúklingsins, sem fær kal á blettinum; sáriö undan því grær svo meö fínu, hvítu öri. Kolsýran reyníst vel við ofantalda sjúkdóma. Lupus erythematosus reynist altaf erfiður viöureignar, en mjög hefir kolsýru- lækningin rutt sér til rúms við þann sjúkdóm á siðari árum. Frvsting- arnar þarf oft að endurtaka viö L. e., en aðferðin er tiltölulega einfóld, og geta almennir læknar haft liana um hönd eftir nánari leiðbeiningum, eí þeir vilja; er þessa getið héraðslæknum til athugnnar. Alls eru því sjúklingar á árinu 1922: Röntgendiagnostik ........................ 485 Röntgentherapia .......................... 136 I.jóslækning .............................. 96 Radiumlækning ............................. 34 Kolsýrulækning ............................. 7 Samtals 758 Frá Röntgenstofunni birtust tvær greinar á þessu ári: „Röntgenstofn- unin 1914—21“ (Læknabl. jan. og febr. ’22) og „Geislalækning á útvortis berklum" (Læknabl. ág. '22). Gunnlaugur Claessen. Læknafélag1 Reykjavíkur. Fundur var haldinn í L. R. mánud. 9. apríl, kl. 8}4 s'ðd., á venjul. staö. I. Próf. Guðm. Magnússon flutti fróðlegt og lærdómsríkt erindi um rénun sullaveikinnar hér á landi, og um hundalækningar í sambandi við það. Fyrirlesaranum var þakkað með lófataki erindið, — sem birtist á öðr- um stað í þessu blaði. U m r æ ð u r: Magnús Einarsson gat um, að settur landlæknir, G. H„ hefði á sín- um tíma skrifað stjórnarráðinu bréf, með athugasemdum út af því, að dýralæknarnir hefðu ekkert birt um árangur hundahreinsunarinnar. Hafði þetta leitt af sér bréfaviðskifti milli hans og Stjónarráðins, er gaf tilefni til þess, að Stjórnarráðið sendi út bréf til allra héraðslækna og hrepps- nefnda, þar sem þeim var skipað að fylgja stranglega fram lögum 22. mai 1890, um eyðing sullaveikinnar. Ræðumaður las þá upp langa grein eftir sig úr Búnaðarritinu 1901, er hann hafði skrifað fyrir almenning um þetta efni. Samkvæmt henni bæri að leggja alla áhersluna á eyðing sullanna; hundalækningin væri afarerfið í framkvæmdum. þótt hún ef til vill kæmi að nokkru gagni. Fullviss þóttist hann hins vegar þess, að sullir í skepnum væru nú miklu fátíðari en áður. Vildi hann láta verja því fé,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.