Læknablaðið - 01.01.1924, Side 16
10
LÆKN ABLAÐIÐ
fische Leistungssteigerung, Ubcrs. v. L. Böhmc, Berlin 1923. Matthes, Klin. Woch.
1922, nr. 44. Zimmer, A., Ergebn. d. ges. Med. IV. 1923. Bier, Heilentziind. u. Heil-
fieber, Munch. m. Woch. 1921, nr. 6. Weichhardt, Múnch. med. Woch. 1921. nr.
16. Autor, Ther. d. Geg. 1923 H. 7.
+
Magnús E. Jóhannsson.
27—7—1874 — 21—12—1923.
Reynslan sýnir að læknar verða skammlífir menn. Mun það eigi of mælt,
að því er íslenska lækna snertir. Dauðinn hefir höggt'ið allstórt skarð í
læknastétt vora á örstuttum tíma, því fimm læknar hafa fallið í valinn
á fáum mánuðum. Allir menn á besta
aldri.
Engan þarf að furöa, þó íslenskir
héraðslæknar í erfiðum útkjálkahér-
uðum kembi ekki hærurnar, því
þeirra hlutskifti er oft hið ömurleg-
asta. Launin löngum lítil, praxis rýr,
ferðalög á nóttu og degi, oft gang-
andi yfir fjöll og firnindi; óvíða þæg-
indi, svo sem sjúkraskýli eða iæknis-
bústaður; mikil einangrun og fáir
komast í betri héruð; þeir eru grafn-
ir lifandi á þessum útkjálkutn.
Landið er strjálbygt og fátækt, svo
þetta ástand er ekki óeölilegt.
Einn þessara héraðslækna, Magnús
Jóhannsson, er nú dáinn á besta aldri.
Hann fæddist í Arabæ í Reykjavík
1874 og ólst upp hjá fátækum for-
eldrum. Hann gekk í latí'nuskólann
og útskrifaðist þaðan 1894, fór sið-
an á læknaskólann og útskrifaðist
1898. Sama ár var hann settur læknir
i Skagafirði, en hafði árið áður um tima gegnt héraðslæknisstörfum á
Eskifirði. Sigldi til Kaupmannahafnar, á fæðingarstofnunina. Fékk árið
1900 hið nýstofnaða Hofsóshérað, ])ar sem hann reisti sér læknisbústað
á Hofsósbökkum og sat þar til dauðadags.
Eg kyntist Magnúsi heitnum bæði í latínuskólanum og á læknaskólan-
um. Hann var góður drengur. Sjaldan hefi eg kynst jafnlyndari manni,
hann brá mjög sjaldan skapi, og lagði ávalt gott til allra mála, sem hann
var við riðinn. Hann var mesta prúðmenni í allri framgöngu. Sem lækn-
ir, mun hann hafa verið í góðu meðallagi, natinn og samviskusamur með
afbrigðum. Góðmenska hans og viljinn til þess að hjálpa gerði sjúkling-
ana að vinum hans.