Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1924, Qupperneq 4

Læknablaðið - 01.02.1924, Qupperneq 4
LÆKNABLAÐIÐ 18 og alveg ætlaöi trú hiín aö kollryðjast hér um árið, þegar Bingel i Braun- schweig þóttist sjá næstum álika góðan árangur af hestaserum og venju- legu antitoxisku serum. (Dánartalan var 10,5% jieirra barna er fengu hestaserum, en 10% var dánartala hinna). Hann gaf 466 börnum hið fyrra, en 471 hið síðarnefnda. (Þeir eru ekkert hissa á að experimentera Þýsk- ararnir j). Þetta benti á, að antitoxiska serumið heföi engin sérstök heilla- vænleg- áhrif, heldur væri um „artsfremde Serumwirkung" að ræða, eða m o d'er.ne proteinterap i. Og þegar jafnvel gamli Strúmpell hall- aðist á sömu sveif, ])á fanst mér svo hlyti að vera. (Sjá Strúmpell 21. útg. 1919 bls. 104 — „nach unseren eigenen hisherigen Erfahrungen halten wir es fúr nicht unmöglich dass die Zukunft Bingel Recht geben wird Doch sind natúrlich -weitete Untersuchungen abzuwarten"). III. Haustið 1919 kyntist eg Ustvedt yfirlækni við Ullevaal og barnaveikis- meðferð við hans spitala. Eg átti tál við hann um skoðanir Bingels og dró mjög þeitra taum. En hann og varalæknir hans, Schönfelder, voru báðir eindregið mótfallnir Bingel og kváðu hann allan villast. Einkum var sú athugasemd þeirra þyngst á metunum, að Bingel hefði i trúleysi sinu vanrækt að gefa nógu mikið antitoxin hinum þungt höldnu, og þar af leiddi hve ótilhlýðilega há var dauðratala hans (10,5%). Próf. Óluf Thomsen, sem eg talaöi viö í Höfn, var einnig ahdhverfur Bingel og þá ekki síður próf, V. Bie. Allir voru á einu máli um, að antitoxin væri alfa—omega og um að gera, að gefa mikið af því, þegar alvara væri á ferðum. Mér fanst eg vera þrátt fyrir þessa fræðslu í töluverðum vafa, eftir sem áður. Þegar eg seinna las ritgerð próf. V. B i e: Serum beh. af Svælgdifteri, Ugeskr. f. Læger 1921, nr. 30—31—32, s. 983, fanst mér margt athuga- vert og nærri því absurdum við skoðanir hans, en sérstaklega þótti mér keyra fram úr hófi hve miklu serum hann spýtti inn í vesalings 1)örnin. 10 ára stúlka fekk t. d. samtals 340,000 ónæmiseindir (I. E.) eða 850 cm.3 — þ. e. 85 venjulega serumskamta. Bai'nið dó þrátt fyrir þetta. En stærsti skamtur sem Bie hefir gefið i e i n u, var 190,000 i. e. (eða nærri 50 glös). Það var kona, 32 ára, gravid. Henni batnaði. IV. N11 hefir U s t v e d t sent mér nýlega ritgerð eftir sig: Om store Doser i Difteribehandlingen (Tidskr. for den norske Lægeforening, 1922, nr. 27). Mér þykir vænt um að sjá, að Ustvedt telur óþarft að fara eins langt og Bie, þó hann að vísu haldi enn fast við háa skamta. Einhver mesti skamtur sem Ustvedt hefir gefið, voru 84000 i. e. á 2 sólarhringum — það var kona, fárveik, sem kom á 4. degi sjúkdómsins. Hún fekk strax 16000 i. e. intramuskulært, og nokkrum klst. seinna 16000 intravenöst. Daginn eftir fekk hún 20000 intramuskulært og 8000 subcutant. Daginn þar á eftir fekk hún enn 16000 intramuskulært og enn Sooo subcutant. Praktiserandi læknum ræður U. til að gefa þungt höldnum sjúkl. þegar í stað 24000 intramuskulært (í nates) og síðan eftir 1 klst. 16000 intra- venöst og IOOOO subcutant á tveim stööum. Ué ségist nú sjaldan nota mínna en 6000—8000 i. e., jafnvel þó áð veik-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.