Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1924, Side 5

Læknablaðið - 01.02.1924, Side 5
LÆKNABLAÐIÍ) *9 -in sé væg, en hækkar fljótt skamtinri ef skófir eru miklar. Krúpsjúkl. fá, þó engin eitrunareinkenni séu komin. 10000—20000 i. e. Jafnvel ungbörn- um á fyrsta ári má gefa 10000 (t. d. börnum meS nafladifteri, nýfædd- um, gefur hann (Sooo i. e. intramuskulært). U. hefir, eins og Bie, fylgt dæmi þýskra lækna (er aftur byggja á dýra- tilraunum), aö geía þungt höldnum ríflega skamta. Reynslan hefir sýnt, aö meö þessu móti hefir dánartalan færst drjúgum niöur. Þegar byrjaö var aö nota serum 1895, var dosis lítil, aö eins um 500 i. e., en var brátt hækkuÖ upp í 1000—1200 i. e. Barnadauðinn minkaöi þegar fyrsta áriö á Ullevaal úr 19,5% OS94) niöur í 6,2%. Toxisku tilfellin voru þó enn mjög banvæn. Nú liélst dánartalan ár eftir ár kringum 6—8%. En á s e i n n i á r u m eftir aö skamtarnir hafa farið smáhækkandi, hefir dánartalan færst niöur og var aö eins 2,16% 1920. Til samanburðar tekur U. reynslu Reiche’s í Hamburg. Reiche þessi hefir stöðugt notað litla skamta, eöa um 3000 i. e., en aldrei meira en 18000, og það að eins 4 sinnum meðal sinna 5000 sjúklinga. Dánartala Reiche’s er 14%. Og dánartala Bingels i Braunschweig er 10,5% með hestaserum, eins og fyr er sagt. Aftur er reynsla Bie’s- við Bleiksmýrarspítala svipuð og hjá Ustvedt, þ. e. dánartalan er komin niöur í 2—3%. V. Ehrlich sló því föstu með tilraunum sínum, aö telja skyldi I. E. (ónæm- iseind) þann skamt af antitoxini, er umbylti því eiturm'agni sem nægði til að drepa 100 guineugrísi (er hver væri 250 gr. að þyngd). í því serum sem við noturn, eru 4000 i. e. i hverjum 10 ctm.3 í hverjum cbctm. er þá nóg antitoxin móti difterieitri er drepið gæti 400000 guineugrísi —• en 10 cbctm. ættu eftir því að ógilda eiturmagn er drepiö gæti 4 miljónir sömu dýra. Það eru þeir Dönitz, Berghaus o. fl., sem sýnt hafa með dýratilraun- um, hve stórskamtar eru nauðsynlegir ef liarnaveikiseitrið hefir fengið að verka í líkamanum nokkra hríð. (Sjá Rubners Handbuch der Hygiene, Leipzig 1913, III. Band, 1. Abt., bls. 740). Dönitz spýtti inn í blóðið á kanínum 15-földum banaskamt af difteri- eitri, en því næst antitoxini á mismunandi tímafresti. Ef antitoxinskamt- ur er samsvaraði toxinskamtinum var gefinn fyrstu 9 mínútur á eftir, þá sýktist dýrið ekki. Toxinið var þá enn óbundiö. Eftir 10 mínútur byrjaði bindingin, en varð þó ekki fastbundnari en svo, að dálítið umfram af antitoxini gat bjargað dýrinu. En eftir 1—2 klst. breyttist ástandið. Þó að mestu firnum af antitoxini væri þá spýtt inn, var dýrið dauðadæmt, og það því fyr, sem eiturskamturinn hafði verið meiri. Þessar dýratilraunir má ekki algerlega heimfæra upp á menn. Kanínur og guineugrísir fá ekki barnaveiki með sömu einkennum og menn. Og eiturmyndunin í mannslikamanum er mjög mismunandi eftir því hve sterk- ir menn eru á svellinu, þó um samskonar sýkil sé að ræða. Það er ógerlegt aö mæla það eiturmagn sem myndast í líkama sjúklings. Þess vegna eru skiftar skoðanir um, hve mikinn antitoxinskamt þurfi að gefa í einstökum tilfellum. Það veröur nokkuð af handahófi. En Berg-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.