Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 10
24 LÆKNABLAÐIÐ Sár grædd með heftiplástri. Vilmundur collega hefir ritaö í síöasta Læknablaö um sár grædd meö heftiplástri. Hann langar til al vita um höfund þeirrar aöferöar, og vill svo vel til, aö eg get gefiö nokkrar upplýsingar um, hver eöa hverjir þaö eru. Sá, sem sennilega hefir fyrstur notaö þaö ráö, aö hylja sárbarma og sárjaöra meö heldu efni, er P. G. Skillern, sem hefir lýst laöferö sinni í Annals of Surgery, — febrúarheftinu 1916. Hann notaði viö ulcera cruris gúmmíblöökur ca. 1 ctm. á breidd, er hann límdi á sárbarmana, til þess aö verja þá vaxandi þekju. Einnig má nota blöðku, sem er meö gati á, iitið eitt minna en sáriö sjálft, og leggja hana yfir, þannig, aö miðbik sársins veröur autt. Þar utan yfir eru látnar þurrar umbúðir, sem drekka í sig vessana, eða calomel-duft, Unna’s smyrsl etc. C. Mancini (Policlinico, Rómaborg, 8. ág. 1918) ráðlagöi aö nota hefti- plástur viö sáragræöslu. Mjóar heftiplástursræmur eru strengdar þétt yfir sáriö og talsvert út 4 skinniö í kring. Viö ulcera cruris er best aö strengja þær skáhalt og á víxl hverja yíir aðra, svo að þær myndi þéttriðið net. Kemst þá sáravessinn gegnum möskvana út í umbúðirnar, sem er skift eftir þörfum. Plásturinn getur legið á upp undir viku. Ræmurnar eru steriliseraöar meö því, að bera þær gegnum loga á sprittlampa nokk- urum sinnum eða lagöar í bleyti í alcohol og þaö siöan brent úr þeim. Sú aöferð, sem eg hefi notað og gefist hefir langsamlega betur en nokk- uö annaö, sem eg hefi reynt, er tekin eftir D. Taddei (Riforma Medica, 30. mars 1918). Hann notar heftiplástur og joö til þess aö örfa skirinvöxt. Heftiplásturbót er lögð á grysju og 10% jodáburöur borinn á heftiflöt- inn. Þegar þetta er orðið þurt, er bótin skorin niöur í 4—5 mm. breiðar ræmur, 3—8 ctm. langar. Þær er'u limdar á barma granulerandi sárs, svo aö 1 mm. snertir skinnbrúnina og 4—4 mm. granulationirnar sjálfar. 3—6 slikum ræmum er raðað utan um sáriö. Joöið örfar skinnvöxtinn og hefti- plásturinn hlífir viðkvæmum, vaxandi börmunum. Ræmurnar eru endur- nýjaöar eftir þörfum, en sárbarmarnir aldrei haföir auöir. Heftiplástur, sem ekki er joðaöur, flýtir ekki eins vel fyrir skinnvexti. Með þessari aöferö hefi eg grætt á 2 dögum ulcus cruris ca. J4 ctm. í þvermál, er hafði staöið í staö fleiri vikur. Sömuleiöis á rúmri viku sár yfir malleolus tibiae lat., er hafði verið framfaralaust vikum saman. Þaö var ca. 2j4 ctm. á lengd og 11/3 ctm. á breidd. Til þess aö umbúðir, sem lagöar eru yfir sár, loði ekki viö þaö, má hafa einfalt lag af mjög grófriðinni, parafineraöri grysju (eöa moskitonet) næst sárinu og venjulega hydrophil grysju utan yfir. Úr jiví að ræða er um sár, vil eg geta þess, aö í Ameríku er langmest notuð picrinsýruupplausn, venjulega í 1% styrkleika, viö öll brunasár. Picrinsýran er annaðhvort leyst upp í svolitlu alcoholi og svo bjönduö vatni eöa ])á leyst upp í sjóðheitu vatni. Hún heldur sárunum mjög vel þurrum og hreinum, enda er hún ágætt antisepticum. Á Bellevue Hospital sá eg hana notaöa til skinnhreinsunar í stað joös, viö alla skuröi, á þvag- færadeildinni — sömuleiðis 1%. Próf. Sillick viö Post Graduate Medical School sagðist nota hana við ulcera cruris. Það hefi eg gert, en fengið stundum eczem undan henni, — haft hana líklega of sterka, — ætti

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.