Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1924, Page 15

Læknablaðið - 01.02.1924, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ X). haft fluor albus. í desember i fyrra var hún opereruö vegna g r a v. extrauteriha í vinstri tuba, og var ])á ekkert annaö óeSlilegt að sjá í abdomen. Henni heilsaSist ágætlega eftir operationina, og var eftir það frisk þanga'ö til í mars i vetur. Þá fór hún að fá verki í lífiö, mest vinstra megin og varö febril. Seint í apríl lagöist hún í rúmiö og var þá orðin háfebril, er hún loks vitjaöi læknis. Þá voru eymsli yfir öllum neöri hluta kviðarins og tumor neöantil i lifinu og l)ar mest á honum vinstra megin. Gröftur fanst þá og i þvaginu. 'Hún lá svo lengi mjög veik meö septiskum hita og virtist aðfram komin. í lok júlí skoðaöi eg hana. Hún hafði þá töluvert stóran tumor vinstra megin við uterus og þvagið var þvkt af greftri. Diagnosan var þá pelveoperitonitis út frá salpingitis, með perforation inn i blöðruna. Eg vildi operera hana, ef vera kynni að hægt væri að bjarga henni á þann hátt. Meðan við vorum að bræða það, hvorc operera skyldi eða ekki, fór sjúkl. að batna og fór dagbatnandi og varö lirátt hitalaus, þvagið varð betra, og um miðjan ágúst var hún komin á fætur. í haust fór hún aftur að fá verki í lífið, og þorði eg þá ekki að eiga undir því, að hún fengi annað eins kast og áður, og lagði hana því á spítala. Frá því hún veiktist hafði hún verið amenorrhoisk. Nú sýndi skoðunin alt aníiað en í sumar: Uterus var nú vel mobil og vinstra megin við hann var ekkert óeðlilegt að finna. Hægra megin fanst tuba og ovarium en varla stærri en normalt. Alídomen var mjúkt og frekar innfallið. Tp. normal. Þvagið var tært og í því hvorki alb. né pus. Samt sem áður þorði eg ekki annað en operera. Þegar inn var kornið sást fyrst hverskyns var. Alt peritoneum parietal'e og öll innýfli voru alsett tuberkulösum grjónum, en hvergi fanst neitt sár, þykkildi né abscess, sem hægt væri að benda á sem primær focus. Hægri tuba var alsett grjónum, eins og annað, en að öðru leyti eðlileg. Til vinstri við uterus, framantil, voru töluverðar ad- hæsiones upp að blöðrunni, en ekkert þykkildi. Ascites var sama sem enginn. Það var því ekki annað gert en lokað aftur. Sárið greri per primarn og konunni hefir síðan heilsast mjög vel. Eg hefi sagt frá þessu hér af þvi, að mér þykir þetta að ýmsu leyti merkilegt. Einhversstaðar hlýtur sjúkl. að hafa tub. focus, en hvar það er veit eg ekki. Abscessinn, sem hún hafði, hefir sjálfsagt verið tuberkulös og áreiðanlegt er, að hann hefir perforerað út í blöðruna, og er það fyrir sig merkilegt, því að það er afar sjaldgæft. Eg hugsa mér helst, að hún hafi, við fyrri operationina, fengið hæmatom í ligamentum latum, og þar meö þann locus minoris resistentiae, sem einhverjar sveimandi berkla- bakteríur hafa getað sest að í. Þá skilsit líka betur perforationin, þegar ekki er heilt peritoneum gegnum að fara. Abscessinn hefir svo um leið perforerað inn í peritoneum og orsakað þar peritonitis, sem enn eru éftir leifarnar af, þótt blaðran, með sinni alkunnu resistence móti berklum, sé löngu búin að hreinsa sig eða hafi kannske aldrei sýkst. Eg get verið stuttorður um meðferðina, ef til vill batnar töluvert við laparotomiuna eina saman, „Heilung durch Anschauung,“ annars hefi eg hugsað mér aö senda sjúkl. í ljóslækningar, sem mikið er af látið, líka við peritonitis tuberculosa.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.