Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1924, Side 16

Læknablaðið - 01.02.1924, Side 16
30 LÆKNABLAÐIÐ Sultur. Einn sjúklinga minna (katatoniker), 22 ára gl. bóndasonur, liföi í 5 2 cl a g a á n n 0 k k u r r a r næringar, hv'ork i vatns n é a jt n- a r s. Auövitaö var reynt alt, seni reynt varð, til þess að fá næringu ofan í hann. En hann ældi öllu jafnharðan, sem í magann komst, 0g spýtti (á fólk) því sem í munninn var látið. Foreldrar neituðu hælishjálp eða fleiri tilraunum um nauðungarfóðrun Auðvitað lá hann kyr, allan þennan tíma, og var vel hirtur. Þetta er víst mjög sjaldgæft, — Kristur og ýmsir aðrir sultarmeistarar komust ekki svo langt á leið, — er því jafnvel „record“; — þess vegna set eg þetta hér, ef einhverjum kynni að þykja fróðlegt. En vel má vera, að menn rengi þessa frásögn mína, þó.tt óþarft sé, þar eð mörg áreiðan- leg vitni eru viö hendina, til þess að sanna, aö svo hafi vcrið, sem eg hefi sagt, þótt mér persónulega, sem lækni mannsins, yrði ekki trúað. Östnes í Noregi, 9.—10.—'23. J. Norland, héraðslæknir. Samvaxnir tvíburar. Þegar eg var kandidat á Frederiksbergspítala og hafði nóg næði til leslurs, las eg um tíma margt viðvíkjandi teratologiu (var að skima eftir efni í doktorsritgerð, en vanst ekki tíma til að velja efni, hvað þá heldur að meiri yrði árangur, — embarras de richesse et de choix). Einkum þótti mér fróðlegt og einkennilega tragiskt eða melodramatiskt að lesa um hina svonefndu thoracopaga eða pygopaga, þvi það eru ekki svo fáir þeirra, sem hafa lifað og átt sína sögu. Nafnkendastir voru Síamstviburarnir Chang og Eng. Þeir komust yfir sjötugt. Þeir voru thoracopagi, Allbreið brú um bringspalir með sameigin- legri tilfinningu og æðakerfi; en innýfli þó aðskilin. Á yngn árum stund- uðu þeir fiskiveiðar, reru á sínum bát og veiddist vel. Ennfremur höfðu þeir sér að atvinnu að unga út andaeggjum (eins og ekki er óalgengt í Austurlöndum). —- Samkomulagið var misjafnt milli bræðranna og versn- aði með aldrinum. Þeir voru ólíkir að lyndiseinkunn. Chang var mesti æringi og drykkfeldur, en Eng þunglyndur. — Þeir giftust sinni syst- urinni hvor — og áttu með þeim mörg börn. Skrítinn hjúskapur og und- arlegt samlíf hefir verið i hjónarúminu þvi! — Þeir voru þá orðnir efn- aðir, eftir langt sýningarflakk með Barnum. Drykkjuskapur Changs á- gerðist, heilsa hans bilaði, hann fékk seinast lungabólgu og dó, en hann dró Eng með sér í dauðann, því hann andaðist nokkrum klukkutímum síðar. Það er talið víst, að með nútíma-þekkingu hefði verið leikur einn að skilja þá að. ......... í æfisögu Bjarna Pálssonar landlæknis eftir Svein Pálsson, er þess getið, að á Kerhóli í Eyjafirði hafi seint á 18. öld fæðst samvaxnar syst-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.