Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 7i Bróöir Dr. Baldurs er tannlæknir, og er best að eg taki hann með í þessari læknatölu. Hann heitir J o e, heyrir illa, svo hann veröur aö nota mikrófón á báðum eyrum, og heyrir þó illa, en hann er listfengur golf- leikari og spilar vel á píanó. Tannlæknir er hann sérlega góður, og hefir mikla aðsókn, þó heyrnin sé slæm, því hann er svo handlipur og kann vel sitt verk. Eg kom á vinnustofu hans. Þar var ös af sjúkl. Hver kom eftir annan, og settist í stólinn, ■— þegjandi, og gapti. Joe leit á, og sá hvað við átti, tók þegjandi til verka, dró út tennur, lét rokkinn ganga, gullbjó tennur eða tróð i þær öðrum óæðri metöllum og málmleysingj- um, og fór rétt að öllu. Hann meiddi engan. Alt gekk greiðlega. Menn komu og fóru glaðir og þegjandi, rétt eins og uppaldir í Spörtu. Ef tii vill væri hest fyrir alla sjúklinga, að við læknar værum a. m. k. við sjúkra- beðinn, algerlega heyrnarlausir! Þessu næst vil eg minnast D r. M. H a 11 d ó r s s o n a r, sem var mér eins og fóstbróðir, ætíð til taks að taka mig út á bifreið sinni, skemileg- ur í viðmóti og íslenskur í húð og hár, því hann kom nokkuð þroskaður vestur. Hann er glaseygður cða með ský á öðru auga. Hann fæst aðallega við lungnasjúkdóma og þykir alveg sérstaklega góður lungnabólgulæknir, og trúir þvi sjálfur. Við töluðum mikið þar um, því eg var efablandinn. (Eg hefi einu sinni bitiö mig í þessa setn- ingu hjá góðum, enskum lækni: „Með tilstilli æfðs læknis batnar lungna- bólga á þrem vikum til fulls. Án læknis, en með góðri hjúkrun, batnar veikin á 21. degi. En hafi maður slæman lækni, tekur alt lengri tíma“). — Halldórsson hefir uppfundið chlórmixtúru, sem hann notar og telur því nær óyggjandi; og með henni sagðist hann ætíð hafa komið í v e g f y r i r 1 u n g n a b ó 1 g u í s p ö n s k u v e i k i n n i. Hann hef- ir skrifað um þetta og hafði sent mér ritgerðina,* — en eg vantrúaður eftir lesturinn. F.g spurði læknana hina, og þeir voru líka trúarveilir, en alþýðumenn. sem eg talaði við, þektu bæði mixtúruna og trúðu á sérlega köllun Halldórson’s í öllum brjóstkvillum. Óskaði eg að eg mætti yfir- láta honum alla brjóstveila, sem eg treysti mér illa við. Hann gaf mér á tvö glös, — þá ljósari og þá dekkri mixtúru, því þær eru tvær, og á sín við hvorn, eftir þvi, sem á stendur. Eg ætlaði að prófa þær þegar heim kæmi, en þvi miður fór tappinn úr öðru glasinu, en hitt brotnaöi og mixtúran rann um alt koffortið, í föt mín og annað dót, — og upplit- aðist af klórinu alt, sem næst var, eins og til að sannfæra mig um með- alsins kröftugu verkun. En sannarlega skal eg prófa það betur á lifandi mönnum, þegar tækifæri gefst. Reynslan er ólýgnust. Dr. Jón Stefánsson tek eg næstan í röðinni. Hann er sérfræð- ingur í eyrna-, nef-, háls- og augna-sjúkdómum. Eg þekti hann frá því hann kom heim fyrir nokkrum árum, er hann kom frá Vínarborg, þar sem hann hafði verið við nám. Hann þykir besti læknir í sinum greinum, en ekki minst í augnfræð- inni. Hann hefir fengið rnikla aðsókn af löndum með g 1 a u c o m a (sem þeir hafa vestra, ekki síðilr en hér heima). Hann hefir fundið nýja að- ferð við glautoma-operationir, sem hann notar ]>ó að eins undir vissum * í Therapeutic Gazette, March 15. 1921.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.