Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.1924, Page 12

Læknablaðið - 01.05.1924, Page 12
74 LÆKNABLAÐIÐ + Jón Rósenkranz læknir. ió 2Ö. apríl, réttra 45 ára, o,?, haífii um mörg ár ekki á heilum sér tekiö. Vanheilsan geröi læknisstarf hans endasleppt. Hann útskrifaðist úr læknaskólanum voriö 1904 og dvaldi næsta vetur erlendis viö framhalds- nám, var settur héraöslæknir í Vestmannaevjum í september 1905 og íram á sumar 1906. Þar með er í rauninni upptalinn allur sá tírni, sem heilsan leyföi honum að stunda lækningar. Hann var iöjumaður alla tíö, og haföi áhuga á lækningum, og var natinn viö sjúklinga á námsárum sínum, og framúrskarandi ósérhlífinn, og heföi eflaust reynst dugandi læknir, ef heilsu heföi ekki brostið. En um þetta leyti fór aö bera svo mjög á liöa- gigt, aö hendur og fætur kreptust, og fékk hann enga bót þess upp frá þvi. Árum saman gat hann ekkert gengið, og undravert var það, hvernig hann gat haldiö sinni snotru og smágeröu rithönd, svo bæklaöar sem hendur hans voru. enda voru þaö skrifstofustörfin, sem uröu honum aö atvinnu, og háskólaritari var hann frá því er háskólinn var settur á stofn og til æíiloka. Þau verk fóru honum prýðilega úr hendi. Allir, sem kvntust Jóni, munu minnast hans meö hlýjum hug. Hann var manna greiðviknastur og trygöatröll, glaðvær og söngelskur. Van- heilsuna bar hann mcð aðdáanlegri geöprýöi og þolinmæði, og þaö var engin nýlunda, aö heyra hjartanlega hlátra og glaðværð hjá þessum margþjáða manni, þar sem fremur hefði mátt vænta aö verða var kvein- stafa og angursemi. En nú er þjáningum hans lokiö. G. M.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.