Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 14
 LÆKNABLAÐIÐ inentaskólanum lá hann lengi, að sagt var i taugaveiki, og á háskólan- um lá hann þunga legu í tub. pulm., en náöi sér furöanlega aftur og dvaldi um tíma á Vífilsstö'öum. Til fullrar heilsu komst hann þó ekki, og var i raun og veru ofætlun fyrir hann að gegna erfiöu héraöi. Feröalögin ]>ar nvröra hafa eflaust stytt honum aldur. Veill og vanheill vann hann fyrir sér á námsárunum og var þá fyrst háseti á bát aö sumrinu, en síö- ar formaöur, og ýmist veill eöa sjúkur hefir hann gegnt læknisstörfum i 8 ár. — Þegar héraösbúar héldu fjölment skilnaðarsamsæti viö burt- för hans úr Þistilfirði, reis hann dauöveikur úr rekkju. sinni, sat veisluna eins og ekkert væri og hélt þar margar ræöur. Alt er þetta islensk raunasaga, en þaö skin þó ljós í fátæktar og mæöu- myrkrinu. Drengurinn úr Bakkafiröinum var ekki neinn hversdags am- lóöi. Hann hafði ágætar gáfur, brann af fróöleiksfýsn, braust eins og hetja vfir allar torfærur. viljafastur, gætinn og þrautseigur. Og þaö voru fleiri góöar vættir meö í förinni: Hann var besti drengur, reglusamur og samviskusamur í hvívetna, ljúfmenni í framkomu allri og vinsæll. Þaö er margfalt betra að lifa stutta æfi meö sæmd og fyrir einhverjar göfugar hugsjónir, heldur en langa í vansæmd og ómensku. Islenska læknastéttin hefir mist einn af sínum bestu mönnum, þar sem Þórhallur Jóhannesson er. Álit hans má nokkuð marka af því, aö senni- lega heföi hann veriö gerður aö dócent viö háskólann, ef heilsan heföi veriö góö. Þaö er gott aö geta skrifað lof um læknana, sem deyja, og svo ætti aö vera um sem flesta. Svo kvað Siguröur: „Þess óska eg móöir: aö þú eigir menn aö missa meiri og betri en aðrar ])jóðir!“ G. H. Maturin. Erindi flutt i Læknafélagi Reykjavíkur 14. apríl 1924. Menn hafa lengi vitaö, að phloridzin veldur glykosuri. Fleilbrigöir þola sarnt, að 10 mgr. sé dælt inn í þá án þess að þeir fái glykosuri. Sjúk nýru þola það ver, og sér i lagi viðkvæmar eru vanfærar konur, sem ekki þola 2 mgr. án þess að sykur komi í þvagið. Þaö var því ekki nema eðlilegt, aö tekiö væri upp á aö nota þetta efni til að þekkja graviditet. Fyrstir til þess munu hafa verið tveir Þjóöverjar, Joseph og Kamnitzer, aöstoö- arlæknar hjá G. Klemperer i Berlín. Aö tilhlutun þeirra býr E. Schering i Berlin til efni, sem þeir nefna maturin, og er útbúiö í glerhylki; er þaö upplausn af 2 mgr. phloridzin -þ 1 mgr. Eukain (til þess að verja sviöa) i hverju glerhylki. Einum ccm. af þessari upplausn er dælt inn í vöðva á konunni, snemma morguns, áöur en hún er farin aö neyta nokkurs. A undan innspýtingunni skal konan kasta af sér vatni, og tryggja veröur tneö rannsókn, aö ekki sé sykur í þvaginu. Eftir innspýtinguna drekkur konan glas af ósætu vatni og aftur 2svar á hálftíma fresti. Hálftíma eftir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.