Læknablaðið - 01.05.1924, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
79
Smáathugasemd við grein Stgr. Matthíassonar í Læknablaðinu, mars '24;
.Hann segir á bls. 38 neðst: „Þyngst á metunum í allri gagnríni á ser-
um finst mér ætið þetta: Barnaveiki tók stakkaskiftum, einmitt um sama
leyti, sem Behring kom með sitt serum.“ Þetta er ekki alls kostar rétt.
Próf. dr. med. A. Gottstein (Ministerialdirektör der Med. abteilung im
preussischen Ministerium fiir Volkswohlfahrt), eitthvert mesta „autori-
tet“, sem nú er uppi, um sósíalhygiene og medicinalstatistik, las yfir
okkur langt mál um þetta í fyrra, við sósíalhygieniska Akademíið í Berlín.
Mér er minnisstæð skoðun hans um þetta mál, og hann rökstuddi hana
svo vel. Hann hafði áður en Behring fann serumið, rannsakað statistiskt
gang difteri og sagði fyrir, hvernig fara myndi. Hver farsótt hefir nefni-
lega sina nokkurn veginn typisku epidemiologisku „kúrvu“, eins typiska,
í rauninni, eins og veikinda-kúrvan er hjá hinum einstöku sjúklingum.
Próf. Gottstein hefir með geysivinnu og lærdómi miklum, gert spjald
eitt, sem mjög er frægt og merkilegt. A spjaldinu eru 3 línurit yfir gang
diphtheri á 19, öld, i Þýskalandi, Tinglandi og Belgiu. Þar er hin typiska
lína diphtheri þannig: Mestan hluta 19. aldar liggur hún hátt uppi. Hún
er óregluleg, með hvössum tindum og skörðum á milli. Síðast á öldinni
fellur hún svo þverhnýpt niður undir láglendi, heldur síðan áfram, með
lágum hálsum og breiðum dalverpum i milli. En um og eftir 1910 tekur
hún aftur að verða á fótinn, hnjúkar hækka, en dalir dýpka. í Þýskalandi
íéll hún 1894—'95, um sama leyti og Behring kom með serumið. Sjá
endemi! Serumtherapi gerir þetta kraftaverk, segja menn. En nú vandast
málið dálítið. Línan frá Englandi fellur alveg á sama hátt og sú þýska,
cn ekki fyrri en 6 árum seinna. Látum þetta vera. En nú vandast enn
málið. Línan frá Belgíu fellur á sama hátt, e n 6 á r u m á ð u r e n
Behring fann serumið. Próf. Gottstein hefir með þessu sann-
að, að serum-therapían hefir ekki haft þau áhrif á diphtheri, sem henni er
þakkað, líklega alls engin áhrif haft á veikina yfir höfuð. Eg hefi nóterað
þetta upp eftir Próf. Gottstein: „Eg neita því ekki, að serumtherapía
kunni að hafa góðar verkanir í einstökum „sjúkdómstilfellum“, og er
því sjálfsagt að nota hana, hvort sem hún hefir specifika verkun eða
ekki. En eg neita því, að serumtherapía hafi haft nokkur áhrif á þyngd
diphtheri-farsótta yfir höfuð. Þar ræður um einhver „epidemiologisk mó-
ment“, sem yfircompensara alla therapi.“
Margt merkilegt hefir Próf. Gottstein skrifað um þetta mál, og átt i
deilum töluverðum.* Enn er merkilegt, að diphtheri þyngist mjög eftir
1909**, þrátt fyrir hina moderne serumtherapie og fullkomnu teknik. —
Loks ber að athuga eitt: Fyrst notuðu menn svo smáa skamta, að eftir
nútima reynslu er óhugsandi, að þeir hafi getað fengið veikina til að taka
nokkrum verulegum stakkaskiftum. Slikir skamtar eru nú taldir til einskis,
og þó áttu þeir að hafa valdið þessum miklu tíðindum. „There is some-
thing rotten in the state of Danemark", stendur í „Hamlet“, rninnir mig. —
I Þýskalandi nota menn serum í mjög stórum skömtum, eins og við
* A. Gottstein: Beitrage zur Epidemiologie der Diphtherie Therap. Monatshefte,
Des. 1901.
Reiche: Múnch. Med. Wochenschrift 1916, Nr. 51. — Thiele: t)ber das Diphtheri-
vorkommen in Deutschland wahrcnd der lezten 25 Jahren o. s. frv., 1921,