Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1924, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.09.1924, Blaðsíða 3
LíEKnflBinoifl io. árg. Reykjavík, september 1924. 9. blað. Adalfundur Læknaíélags íslands. Fimti atSalfundur Læknafél. ísl. var settur i hátíöasal Gagnfræöaskól- ans á Akureyri 3T. júlí 1924, kl. 2 si'öd. Þessir læknar sóttu fundinn: G. Björnson, Guöm. Hannesson,* Guðm. Thoroddsen, Gunnl. Claessen, Þórður Thoroddsen, Steingr. Matthiasson, Friöjón Jensson, Kristján Arin- bjarnar, Björn Jósefsson, Hinrik Thorarensen, Þ. Edilonsson, Jón Krist- jánsson, Ól. Jónsson, Konr. R. Konráðsson og Sig. Hlíðar dýralæknir. Auk þessara lækna sóttu fundinn þeir dr. Sambon frá Lundúnum og yfir- læknir Dr. Fr. Svendsen, Hellerup, fulltrúi Rauða krossins. Forseti bauð félaga og gesti velkomna, en mintist svo látinna lækna; voru þaö þessir: Júl. Halldórsson, Jón Rósenkranz, Þórh. Jóhannesson, Magnús Jóhanns- son, Guðm. Þorst. og Guðm. Guðmundsson, Khöfn. Fundarstjóri var kosinn Þórður Thoroddsen, en ritarar Sigurjón Jóns- son og Konr. R. Konráðsson. Forseti skýrði frá störfum félagsins á liðnu ári. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins og skýrði frá fjárhag þess; í sjóði voru kr. 1401.32. Reikn. samþ. i einu hljóði. Þá var tekið fyrir fyrsta aðalmál á dagskrá, en áður var ákveðinn ræðu- tími þeirra, er erindi flyttu klst., frummælenda 15 mín., en 5 mín. handa þeim, sem þátt tækju í umræðum; skyldu menn ekki taka til máls oftar en 2svar sinnum í sama máli. I. Embættaveitingar. Nefnd hafði verið kosin í það mál í fyrra, og hafði Þ. Edilonsson orð fyrir henni. Hafði nefndin sent læknum fyrir- spurn um óskir þeirra í þessu máli, en svar kom að eins frá 2 læknurn. Nefndin bar því ekki fram neina tillögu í málinu. Umræður engar. II. Vikaramálið. G. Hannesson hafði orð fyrir nefndinni, sem kosin var í fyrra, og bar upp þessar tillögur: „1. Fundurinn telur, að meðan svo mikil læknafæð sé sem verið hefir undanfarið, sé sanngjarnt að greiða lækni með fullnaðarprófi byrj- unarlaun með dýrtiðaruppbót og alla praxis, enda kosti þá læknir veru sína. Um lyfjasölu fari eftir samkomulagi. 2. Að stúdentum sé greitt 75% af byrjunarlaunum og praxis. 3. Fundurinn telur æskilegt, að læknar greiði ekki hærri borgun en hér er gert ráð fyrir, nema óumflýjanleg nauðsyn krefji.“ G. Björnson mótmælti þessum tillögum og bar fram svohljóðandi brtill.: „Allir vikarar fái helming af öllum tekjum læknisins." Til máls tóku: Bj. Jós., G. Hannesson, Þ. Edilonsson, G. Claessen, G. Thoroddsen og J. Kristjánsson, sem að lokum flutti þessa breyttill.:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.