Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1924, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.09.1924, Blaðsíða 10
136 LÆKNABLAÐIÐ hægt aS greina nein sérstök lög líkt og í legi sumra dýra þar se|m aö- greina má lengdarlög frá hringvöðvum. Þegar legiö dregst saman, eykst þrýstingurinn inni í leginu, en þar er hvergi lát á nema um canalis cervicalis, sem smátt og smátt þenst út og sú útþensla gengur vanalega miklu betur, ef fornisti myndast fyrir neöan þann fósturhluta, sem aö ber. Þrýstingurinn i fornistinu veröur ekki eins mikill og í sjálfum uterus og því getur myndast þar tota, sem á hægra meö að þenja út undan sér en stór blaöra með stórum radius. Ef ekkert fornisti myndast, þá verður þrýstingurinn innan í can. cervicalis miklu meiri, og stundum gengur þá fæðingin fljótar, en oft er það, að ertingin við þenna mikla þrýsting verð- ur of mikil og verður úr hypertoni, sem seinkaö getur fæðingunni eins og eg síðar mun koma að. Retraction upp yfir fyrirliggjandi fósturhluta mun líka nokkru valda um útþensluna, en varla eins miklu og þrýstingurinn að innan. Þá er útþenslan er búin, bætist nýr kraftur við hríðirnar, rembingurinn eða kviðvöðvahríðirnar og hjálpar til þess að færa fóstrið út. Ef nú alt þetta er í góðu lagi og konan að öðru leyti vel sköpuð til fæð- inga og fóstrið ber rétt að og er hæfilega stórt, þá gengur fæðingin eðli- lega, læknir þarf þar venjulega ekki nærri að koma. En einmitt á hríðunum verður oft misbrestur, eins og eg gat um í upp- hafi, og hér eins og annarsstaðar er mest undir því komið, að vita glögt hvað að er. Hvað er þá til marks um að hríðirnar séu eðlilegar? Ekki getum við farið að leggja belg inn í legið við hverja fæðingu og teikna linurit af hríðunum. Nei, það er hægt að dæma nokkurn veginn rétt um hríðirnar án þess að vita upp á millimeter hve tnikill er þrýstingurinn inni í leginu. Mikið má ráða af því hvernig legið er viðkomu í hríðunum og milli þeirra, eins af þvi hve langar þær eru og með hvaö löngu millibili og hvort hvíld- irnar styttast eftir því sem á líður fæðinguna. Enn er mikið undir því komið, að hvildirnar séu góðar og konan verkjalaus meðan á þeim stendur. Óregla sú, sem á hríðunum verður er aðallega þrenskonar: 1. hríðirnar of harðar en langt á milli þeirra, 2. tonus of mikill og geta þá hríðirnar um leið verið annaðhvort of harðar eða of linar og 3. tonus of lítill og hríðir veikar. Of harðar hríöir án þess að tonus sé hækkaöur eru sjaldgæfar og óvíst um orsök þess. Of harðar hríðir koma sjaldan aö sök, en geta þó orsakað skyndifæðingu með stórum rifum í collum og perineum. Of mikill tonus, hypertoni, er mjög tíður og þá annaðhvort með miklum hríðum, sem er sjaldgæfara, eða með hríöum, sem ná ekki hátt upp yfir tonus legsins, og miðar því fæðingunni lítið áfram, en óþægindi eru mikil fyrir konuna, sem fær litla sem enga hvíld og er með stöðugum verkjum, og ef þetta ástand er á háu stigi, er fóstrinu líka hætta búin, blóðrásin um legið verður ófullnægjandi fyrir fóstrið og þvi hætt við köfnun í leginu. Legið er sífelt fremur hart viðkomu og stundum viðkvæmt. Þessi hækkaði tonus getur verið um alt legið eða þá að eins takmark- aður, og skulum við nú athuga nánar hvort fyrir sig. Hypertoni um alt legið orsakast venjulega af of mikilli ertingu annað- hvort á collum eða corpus uteri. Það sem ert getur collum er t. d. það, að belgirnir eru grónir við legið að neðan, og þrátt fyrir það, þótt þrýsting-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.