Læknablaðið - 01.09.1924, Blaðsíða 16
142
LÆKNABLAÐIÐ
Um hvenær mæöur sýktust vantar víöa upplýsingar, og er það að vísu
oft óhjákvæmilegt. Viöa vantar og uppl. um, hvort mæöur voru smitandi,
og enn víðar um hve lengi. Að vísu er oft erfitt um þaö að segja, en líkur
mætti þó sennilega telja víöar en gert er. Allvíða er talaö um kirtlaveiki
í börnum, en þaö er tæpast nógu ákveðið, betra að tilgreina einkenni, svo
sem eitlaþrota, eyrnabólgu, augnveiki (phlyctæne) o. s. frv. Úr sumum
héruðunum verður ekki séð um fleira eða færra af börnunum, hvort þau
voru á brjósti eða pela eða hvorttveggja. Og svona mætti fleira telja.
Samrannsóknanefndin sendi mér þessar skýrslur í vor og mæltist til
að eg reyndi að vinna úr þeirn, hefir vist hugsað, að það kæmi vel á vond-
an, af því að eg hafði átt frumkvæðið að því, að þessi samrannsókn var
gerð. Nú verður þetta litið nema nafnið, fyrst og fremst af því að eg
hefi ekki getað varið miklum tima til þess vegna annara anna, og í öðru
lagi af því, hve margar upplýsingar vantar i sumt af skýrslunum, loks
af því, að vegna þess og hins, hve skýrslurnar eru fáar, verður hvort
sem er litið eða ekkert á því að græða sem úr þeim kynni að mega vinria,
og því minni ástæða til að leggja hart á sig til þess. í töflunni hér á undan
er það að finna, sem eg hefi séð mér fært að draga út úr skýrslunum.
Þar eru i fyrsta dálki talin héruðin, sem skýrslurnar eru úr, í 2. dálki
bv. rnæöur, lifandi og dánar, i 3. dálki öll lifandi fædd börn þeirra, í 4.
dálki börn, dáin úr bv. og i 5. dálki börn, dáin úr öörum .banameinum,
kunnum eða ókunnum. I 6. dálki eru talin þau börn er nú lifa og í 7. og
8. dálki sést beinlxnis og óbeinlinis núverandi heilsufar þeirra; þar er
það að atlnxga, að í 8. dálki, nú hraust að mestu, tel eg þau, sem skýrsl-
urnar kalla við ,,dágóða“, „sæmilega“ og ,,bærilega“ heilsu, eða heilbrigð
a.ð öðru en litilsháttar eitlaþrota eða því um líku. I 9. dálki eru þau börn
talin, sem skýrslurnar telja að hafi altaf verið hraust, er frá eru taldar
farsóttir. í 10. dálki er taliö framfaraleysi og i n. dálki eitlaþroti; þar
eru talin með þau börn, sem i skýrslunum eru talin kirtlaveik, án þess að
nánar sé tilgreint; innan sviga i þeim dálki er tala þeirra, sem grafið hefir
í eitlum á. 1 12.—14. dálki er talin allskonar áreiðanleg berklaveiki, í 15.
dálki Pleuritis, i 16. dálki conj. phlyct. og í 17. dálki otitis med. chr.
í 18. dálki er loks tala heimila, ]xar sem aðrir voru bv. en mæður og ev.
börn; þau ein heimili eru talin þar sem þetta gat hugsast að hafa áhrif
á sótthættu barnanna, ekki t. d. þótt móðirin hafi verið samtiða bv. áður
en hún átti 'börn. — Inflúenza, kíghósti og mislingar eru ekki taldir úr
nærri öllurn héruðunum, og hef eg þvi slept þeim, og sanxa er urn aðra
sjúkdóma svo sem blóðskort, taugaveilu, beinkröm o. fl., af þvi að ekkert
af þeim er talið úr sumum héruðunum.
Eitt er ]xað, sem þessar skýrslur sýna, og það er hve ákaflega mis-
illkynjuð bv. er í héruðunum. I Fjótsdalshéraði er útkoman langverst: þar
er nál. ýá barnanna dáið úr bv. og flest þeirra, sem lifa, hafa eða hafa haft
einhverja berklakvilla. Að eins 2 af 45 liafa altaf verið hraust, er frá eru
taldar farsóttir. Þar eru og aörir en móðir og börn berklaveikir á 6 heim-
ilum af 7. Mun skárri er útkoman í Bíldudals og Akureyrarhéruðum, og
þó slæm: ca. barnanna dáin úr bv., en örlítið fleiri, sem altaf hafa verið
hraust. Aftur hefir ekkert af 12 + 7 börrium í Borgarfjarðar og Hóls-
héraði dáið úr bv., að eins 1 af 80 í Svanfdælahéraði, 1 af 20 í Dalahéraði,
2 af 48 í Siglufjarðarhéraði og 3 af 43 í Sauðárkrókshéraði, og af 177