Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1924, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.09.1924, Blaðsíða 18
144 LÆKNABLAÐIÐ pyæmi og akut. hitasóttir. 2) Akut og subac. sjúkd. á drykkjumönnum. 3) Cancer, period. dyspeps., bronch. chron., bronchopneumonia, asthma, stenocardia, langvinna garnasjúkd. 4) útvortis viö sjúkd. sem nefndir eru í I, B, 1—3. B. Til þess að nota mánuðum saman við: diabetes, asthrna, tubercu- losis, bron'ch. chron., langvinna maga- og garnasjúkd. og ýmiskonar elli- lasleika. Þó skal sækja um sérstakt leyfi til þess að láta slíka stóra skamta af hendi. (Tidskr. f. d. norske lægefor. 1. ágúst '24). G. H. Fr éttir. Embætti. Katrín Thoroddsen hefir 4. ágúst fengið veitingu fyrir Flat- eyjarhéraði og Eggert Briem Einarsson sama dag fyrir Þistilfjarðarhér- aði. Knútur Kristinsson er settur héraðslæknir í Nauteyrarhéraði. Umsóknir um embætti. Um Flateyrarhérað sækja þeir Óskar Einarsson og Kristmundur Guöjónsson, auk Knúts Kristinssonar, sem fyr var getið. Læknar á ferð. Halldór Kristjánsson, læknir i Kaupmannahöfn, var hér í kynnisför seinni hluta júlí og fram i ágúst. Björn Jósefsson var hér og nýlega, snögga ferð. Páll Sigurðsson er nýfarinn til útlanda og Karl Magnússon er hér staddur, á förum til útlanda. Guðm. Guðfinnsson er væntanlegur hingað seint í þessum mánuði og mun þá setjast hér að sem augnlæknir. Sigurður Magnússon yfirlæknir á Vífilsstöðum er kominn úr utanför sinni en hefir ekki í hyggju að hefja aurocidinlækningar á Vífilsstöðum i bráðina. Halldór Hansen hefir legið veikur af fingurmeini, en er nú á batavegi. Hundahald. Bæjarstjórn Reykjavikur hefir samþykt reglugerð um að banna hundahald á kaupstaðarlóð Reykjavikur frá 25. þ. m. Mænusóttin. Samkvæmt skýrslu landlæknis höfðu í lok ágústmánaðar 176 fengið mænusótt með lömunum og þar af 63 dánir, en sennilegt þykir að fleiri muni vera í báðum flokkum. Landsstjórnin hefir svarað mála- leitun Lf. ísl. um ókeypis læknishjálp fyrir lamaða mænusóttarsjúklinga þannig, að hún hefir leyft landlækni að nota alt að 12000 kr. í næstu sex mánuði til þess að létta undir lækningakostnaði efnalítilla mænusóttar- sjúklinga utan spítala, alt að 2 kr. á dag fyrir hvern sjúkling. Ljósmæðrablaðið er nú langt komið á 2. árið og verður sjálfsagt þarft blað ljósmæðrum landsins, og ættu læknar því að hvetja ljósmæður í hér- uðunum til þess að kaupa blaðið og líka að kaupa það sjálfir. Árg. kostar 4 krónur. Borgað Lœknablaðið: Jón Jónsson '23, '24, Ólafur Ó. Lárusson '23 (29.50), Jón Hj. Sigurðsson '23, '24, Jónas Sveinsson '22—'24, Gísli Guðmundsson '24, Daníel Fjeld- sted '24. Friðjón Jensson '24, Sig. Kristjánsson '24, Sigurður Kvaran '24 (5.00), '25 (25.00), '26 (10.00), Gísli Brynjólfsson '24 (25.00), '25 (5.00), Katrín Thoroddsen '22—'24, Vilm. Jónsson '23—'24, Björn Jósefssson '24, Eir. Kjerulf '23. FJEI.AGSPRENTSMIÐJAN

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.