Læknablaðið - 01.09.1924, Blaðsíða 12
LÆKNABLAÐIÐ
138
hypotoni. Tonus getur líka veriö eölilegur en hríöirnar litlar og langt á
milli þeirra. En ef hypotoni er, þá eru hríöirnar vanalega lika veikar
vegna þess, aö svo sýnist sem jafn og mátulegur tonus 'se nauösynlegur
til þess að hríðir geti veriö eölilegar. Fæðingin gengur seint, en konunni
líöur ekki illa aö ööru leyti en því, að hún verður leiö á biöinni og ef
til vill óróleg. Stundum sefur ])á konan milli hríöanna (dúrasótt).
Orsakirnar til þessa hríöaleysis eða litlu hríöa geta verið ýmsar, og
ekki altaf að því hlaupið aö finna þá réttu orsök. Legvöövarnir eru ef
til vill lélegir, hypoplasi á genitalia eöa þá aö legið er ekki full undirbúiö
fæðinguna, því aö oft sjást einmitt veikar hríðir viö aborta og fæöingu
ófullburða barna. Fibromata geta líka átt sinn ])átt i hríðaleysinu, og ekki
er aö undra þótt seint gangi stundum hjá fullorönum konum aö fæöa, þegar
legvöðvarnir eins og annað eru farnir aö slitna og bila, missa teygju og
samdráttarhæfileika. Teygjan (elasticitet) vill og fara forgörðum ef fæð-
ingar eru mjög þéttar.
Enn er eitt, sem töluverð áhrif hefir á hríðir eins og annaö, og þaö er
skapferli konunnar. Örgeöja konur fá góöar hríðir og fæða á skömmum
tíma, en það gengur seinna fyrir þeirn rólegu sem ,,se meuvent et s’émeu-
vent lentement, vivent lentement, accouchent lentement, mais enfin elles
accouchent.“
Þá getur og infection haft mikil áhrif á hriðirnar, toxinin verka svo
á vöðvana, að þeir lamast eða ])á að samdrættirnir verða niiklu lélegri
en áður.
Á útfærslutímabili fæöingarinnar bætast svo kviðvöðvahríðirnar viö og
auka fæöingarkraftinn. Þær eru mjög mismunandi miklar, og að miklu
leyti sjálfráðar, svo aö.þar er mjög mikið undir dugnaði konunnar kom-
ið, hve vel þær hjálpa leghriðunum. Þar er um að gera, að konan byrji
ekki of snemma að rembast, skemmi meö því leghríðirnar, eins og fyr er
sagt, og þreyti sig í ótíma. Þá fyrst kemur þreytan reglulega til greina,
])egar um þverrákaöa, sjálfráöa vöðva er aö ræöa.
Hvað er nú við því að gera ef óregla kemst á hríðirnar? Þaö er alt
undir þvi komiö af hverju sú óregla stafar, og hefi eg hér aö framan
getiö þess helsta, sem þar kemur til greina. Hér sleppi eg þeim vandkvæö-
um, sem stafa af of þröngri grind eða of stóru fóstri, en tala aðallega
um hvað gera megi við hríðirnar þegar annað er í lagi að mestu leyti.
Hriöir eru sjaldan svo miklar, aö aögerða þurfi ef þær eru annars reglu-
legar og tonus ekki aukinn. Gæti ])ó til mála komiö að gefa morfín.
Ef tonus legsins er of mikill og hríðirnar því aðgerðalitlar, þá er um
að gera, að komast aö ])ví hvaö valdi. Séu belgirnir fastir viö neðsta hluta
legsins, þá batnar oft viö það að losa um þá. Þarf þá ekki annað en aö
fara meö fingur inn í orificium og losa belgina frá og er þaö fljótgert.
Annars skyldi, þegar of mikill er tonus, varast aö vitja um, nema ekki
veröi hjá því komist, því að tíðar umvitjanir og tilraunir til þess að víkka
út legopið, auka einmitt ertinguna mjög og geta orðið til þess aö gera
ilt verra, að eg ekki tali um infectionshættuna, sem af þeim stafar.
Athuga verður þvagblöðru og rectum að ekki séu full, og tæma ef þörf
gerist, og getur það bætt ástandið stórum.
Tumores í collum uteri og grindarholi þurfa stundum sérstakra aðgerða
viö í fæöingu og skal eg ekki fara frekar út í það.