Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1924, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.09.1924, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 137 urinn vaxi, þá miðar útþenslunni líti'ö áfram; sá fósturhluti, sem aö ber, fellur ekki nógu vel viö grindina, fornisti myndast ekki og þrýstingur- inn innan á collum veröur of mikill og veldur ertingu um of; fremri collumvör getur oröið föst rnilli höfuös og symfysu og er þaö alþekt fæöingarhindrun. Eins geta tumores í collum eöa rigiditas orðið til þess að hindra útþensluna og auka þar með ertingu. Enn er eitt, sem eg hefi oft séð valda hvíldarlausum en aðgerðalitlum hríöum, og þaö er, ef konan hefir veriö fengin til ]>ess aö fara að rembast of snemma, áður en full- víkkaö er orðið. Full þvagblaöra verkar líka í sömu átt, og eins miklar hægöir í rectum. Legiö getur líka veriö of næmt fyrir ertingu ef endometritis er eöa bólgur og adhæsiones utan á leginu. Þá má minnast á of mikla eða ótíma- bæra notkun hríöaukandi meöala, og á eg þar sérstaklega við pituitrin sem mjög er nú notað bæöi í tíma og ótíma. Legiö getur líka verið of- þanið t. d. viö hydramnion. Alt þetta og ýmislegt fleira getur valdiö hypertoni um alt legið meö miklum óþægindum fyrir konuna, tafiö fæöinguna og aukið sýkingar- hættu meö umvitjunum, sem oft eru gerðar til þess að komast að raun um, hvað valdi því aö fæðingunni miöar ekkert áfram, þrátt fyrir þaö þótt hríöir viröist vera frekar í meira lagi. Sú hætta, sem fóstrinu er búin þá er svona stendur á, er mjög mismun- andi, eftir því, hvort vatniö er runnið eöa ekki. Meöan belgirnir eru heilir, sakar fóstrið sjaldan þótt nokkur hypertoni sé, en alt öðru máli er að gegna, ef eggið er opið og lítið vatn oröiö eftir. Þá kemur köfnun- arhættan og hætta á infection inni i sjálfu egginu. Eins og eg gat um áður, getur líka komið hypertoni á takmörkuðu svæöi á uterus og leitt til þess, aö fæðingunni miöar lítiö áfram. Þefcsi hríöa- óregla hefir stundum veriö kend viö Frakkann Demelin og kölluö Demelins dystocia vegna þess, að hann hefir sérstaklega leitt athygli manna aö henni. Hún orsakast venjulega af því, að fóstrið liggur i einhverjum óeðli- legum stellingum. í staðinn fyrir aö liggja krept og vera egglaga, þá liggja útlimir stundum of mjög út frá búknum, hnén eru ekki nógu vel beygð upp með kviðnum eða þá aö of mikið bil verður milli bols og höfuðs eins og verða vill þá er höfuöiö er ekki nógu vel flecterað. Vik veröa þá inn i eggið og uterusveggurinn legst inn i vikið og getur þetta leitt til krampa i hringvöðvunum, sem heröa að við hverja hríð og halda i fóstrið, og má þá oft sjá þenna samdrátt og finna hann í gegnum magálinn, en legið verður eins og skift í tvo hluta. Nái svona samdráttur háu stigi, þá getur Bandls hringur myndast, eins og alkunnugt er, og algerlega stöðvað fæðinguna og legið svo fast utan að fóstrinu, að þess sjáist merki eftir aö barnið er fætt. Þessar óeðlilegu stellingar geta komið fyrir við hydram- nion, þar sem alt of rúmt er um fóstrið, en líka við oligoamnion þegar þröngt er um fóstrið. Legið dregst þá að strax ef fóstrið réttir úr sér, og það kemst ekki aftur í sömu stellingar og áður. — Samfara svona partiel hypertoni geta hríðirnar svo veriö sterkar eða veikar, en.lítiö gengur, þvi að hringurinn heldur i. Demelins dystoci stendur þó sjaldan mjög lengi ef skynsamlega er með farið. Það sem mest er að varast, er að æsa ekki hríðirnar og þá um leið herða á óeðlilega samdrættinum. Þriðja aðalóreglan, sem á hríðunum verður eru veiku hríöirnar, oft með

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.