Læknablaðið - 01.09.1924, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
143
lifandi börnum, sem samtals eru i þessum héruöum, hafa 115 altaf verið
hraust og aldrei boriö á neinskonar eitlaveiki né berklaveiki í þeim. Auð-
vitaö eru allar þessar tölur svo lágar, aö lítiö verður á þeim aö græða, og
af niðurstöðu skýrslnanna í heild verður ekkert dregið alment um heilsu-
far barna berklaveikra mæðra af þeirri sömu ástæðu, og öðrum, sem áður
hafa verið taldar.
r
Ur útl. læknaritum.
Nephrectomia við Tub. renalis bilateralis. Sænski skurðlæknirinn, próf.
G. Ekehorn, Stokkhólmi, hefir nýlega birt ritgerð í „Hygiea“, 15. júní '24,
um þetta efni. Venjul. er talið vonlaust að operera sjúkl. með tub. í báð-
um nýrum, en próf. E. lítur öðrum augum á meðferð þessara sjúkl. Hann
hefir alls gert skurði á ca. 200 sjúkl. með tub. renum. Ýmsir þessara sjúkl.
höfðu tub. í báðum nýrum, og 27 sjúkl. á svo háu stigi, að ekki var unt
að beita venjul. rannsóknaraðferðum, svo sem cystoscopi eða ureter-
catheterisatio. Við slika sjúkl. var höfð þessi aðferð : Gerður skurður
inn að báðum nýrum og tekið burtu það nýrað, sem meira var skemt, svo
framarlega seni betra nýrað var nokkurnveginn útlítandi. Nýrnaskurð-
irnir gerðir beggja megin í sömu lotu og virtust sjúkl. þola það vel. Talið
er að flestum sjúkl. liafi batnað að nokkru leyti; minni gröftur í þvagi
og óþægindi við þvaglát. Sumir hafa lifað árum saman við bærilega líð-
an, og jafnvel vinnufærir. Próf. E. ráðleggur að gera nephrectomi við
tub. ren. bilateralis ef augljóst er, að það nýra, sem veikara er, orsakar
aðallega hita, þrautir og önnur óþægindi. - (The Lancet i6.-8.-’24). G. Cl.
Pleuritis epidemica. Bruce Williamsson lýsir faraldri í Paddington
barnaspítala. 10 börn veiktust og 3 hjúkrunarstúlkur.
Incub. var stutt, tæpl. vika. Skyndil. byrjun, oft með kölduhrolli, höfuð-
verk og beinverkjum, en öllu vægari en stundum gerist í inflúensu. Eftir
1—2 klukkust. hiti upp í 39—40° og æðaslagi um 120, tíðum andardrætti
líkt og í lungnabólgu. Fyrsta dginn ekkert að heyra í lungum og engin
sérstök einkenni. Næsta dag hiti, en þó nokkuð lægri og þá fór sjúkl.
venjulega að kvarta um sting í síðu, átti erfitt með að anda djúpt crg
við hlustun heyrðist núningshljóð, eins og venja er til í þurri brjósthimnu-
bólgu, oftast neðan til, ekki sjaldan í axillærlinu. Á 4. degi féll hitinn,
en stingurinn hélst venjulega i 1—2 daga. Eftir vikutíma var alt horfið.
Dr. B. W. telur vafalaust, að sjúkdómur þessi sé sui generis. (Lancet,
12. júlí J24). G. H.
Læknabrennivínið. I sambandi við samþykt læknaþingsins um áfengið
er fróðlegt að sjá, hvað norska heilbrigðisstjórnin telur gildar ástæður
til þess að nota sterkt áfengi til lækninga.
I. A. Sem inntökulyf: 1) lungnabólga, sepsis, pvæmi, akut hitasóttir.
2) Akut sjúkd. á drykkjumönnum. 3) Illkynjuð sykursýki með acidosis.
B. Útvortis: 1) Phlegmones og fingnrmein (bakstrar). 2) Hörunds-
þvottur rúmfastra sjúklinga. 3) Kirurgisk desinfection.
II. Stærri skamta, er áfengi skal nota í lengri tíma (þó ekki y.íir 110
grm, af brennivíni á dag), má láta af hendi við: A. 1) pneumoni, sepsis,