Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.10.1924, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 149 acuta, þetta einkennilega fyrirbrigöi sem margir hafa lýst, en enginn skil- ur til hlýtar. , Eins og kunnugt er, kemur þetta sjúkdómseinkenni fyrir einkanlega eftir u n d a n g e n g n a, þunga sjúkdóma og eftir ýmiskonar a'ögeröir, en venjulega þó sérstaklega ]>ær, sem s v æ f i n g fylgir. Og einkennið virö-1- ist geta komiö jafnt eítir aögeröir innan sem utan kviðarholsins. Eina hjálpin er sögö vera sú. að t æ m a m a g a n n með magadælu. Þó dugar það ekki ætíö, og er líklega ekki ráð nema í tíma sé tekið (sjá Nordisk Kirurgi II., bls. 674). Vera rná þó, að hér hefði það hjálpað (og var það átylla til að gera sér svartar áhyggjur i nokkra daga. En af hverju stafaði hitinn ? Hver var o r i g o e t m o d u s h u j u s m a I i ? Intoxi- catio? Lömun í taugum og ganglium? Akaflega er okkar venjulega obductio i rauninni gróf og flaustursleg. Hvaö líður ganglion solare, sympaticus, vagus, cor o. s. frv.?). Þegar eg eftir á fór að hugsa um þetta sorglega dauðamein (ung og geðug kona, nýlega gift, og hjúskapur mjög hamingjusamur), og þegar eg festi í huganum það sem fyrir augað bar við krufninguna, þá rifjaðist upp fyrir mér svipuð sjón, sem eg haföi séð fvrir 13 árum, og eg leitaði uppi sjúkrasöguna. Það var stúlka sem dó i höndunum á mér á spitalanum mjög sviplega, og þar var einnig um dilatatio ventriculi að ræða, en ekki þó eins a c u t. Mér er grunur á, að pathogenesis hafi verið sá sami (þ. e., eftir því sem mér hugkvæmist, lömun á taugum eða vöðv- um rnagans samfara intoxicatio). St. G. Th. 28 ára (eins og hin), óg. prestsd'óttir. Korn 10. maí 1911. D6 samdægurs. Hafði frá barnsaldri verið magaveik og oft þjáðst af uppsölu. Hafði notað mikið af Iyfjum frá ýmsum læknum, en sjaldan legið. Rúmum tveim vikum á undan hafði hún fengið lungnabólgu og legið í 9 daga. Eftir það fór að bera á henuar gömlu magaveiki; fyrst niðurgangur og síðan uppsala. Eg kom til hennar þar sem hún lá úti í bæ. Var hún afar máttfarin, en með íullri rænu, kvartaði yfir verkjum og spenningi í kviðnum og að siðustu 2 daga hefði stöð- ugt runnið upp úr sér gallblandaður vökvi. Eg lét flytja hana á spítalann í þeirri meiningu að tæma magann, sem mér virtist rnjög útþaninn. Þegar þangað kom, var ástandið þannig: Tp. 36,6. Puls 110. Resp. 20. Afar mögur (svo mér datt í hug sjúklingur Rovsings með ptosekakexi I), — blárauð í andliti, sljó og mókandi. Sclerema cutis á handleggjum og fótum. Stcthoskopia pulm. & cordis, án sérlegra einkenna. — Lifrardeyfa eðlileg. — Kviðurinn mjög framsettur, en allur til vinstri, — þar liggur belgur frá cardia og curvatur niður í v. fossa iliaca, en tómt h. megin. Þegar stutt er á þennan belg (sem virðist óefað vera ventriculus), rennur galllitað gor, en ekki daunilt, út úr munnin- um. Eymsli ekki teljandi. Magatæming með magadælu. — Dælan kemst viðstöðulaust og þjáningalaust nið- ur í magann og rennur þá í striðum straum þessi þunni gorvökvi. — Þegar 8 lítrar, cða rúmlega svo, eru komnir upp, en eitthvað virðist þó eftir, fer sjúkl. að líða illa. Yfirlið í aðsigi og ljósop augnanna víkka. Er þá dælan tekin upp og hún jafnar sig fljótt. Nú finnur hún sér hægja mjög á eftir og liður vel í nokkrar klst. Að þeim liðnum er kallað á mig, því hún fer að verða eitthvað undarleg, hálfgert óráð og geðæsing. Henni er þá gefið clysma opii (25 dropar í vatni í gljxerin-dælu). Nokkru á eftir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.