Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1924, Qupperneq 10

Læknablaðið - 01.10.1924, Qupperneq 10
J52 LÆKNABLAÐIÐ atriöi hafi komiö of lítiö fram í umræöum um berklavarnir vorar, en meir hafi verið horft á hitt atriðið, smitunartækifærin, fjölgun ])eirra og ráðin til þess að fækka þeim. Er þá líklegt, að varnarþol þjóðarinnar gegn bv. sé nú minna en áður? í mínum augum eru líkurnar töluveröar. I fyrra lagi útbreiðsla veikinnar áður og nú, borið saman við ástæður þjóðarinnar fyr og síðar, sem eg talaði um. í annan stað eru ekki hér á landi neinar frásögur um það mikla mannfall, sem berklav. er vön aö valda, þegar hún nær fyrst tökum á einhverri þjóð. Það virðist benda á, aö varnarþol þjóðarinnar hafi fyr á öldum veriö mikið. Ef varnarþolið er nú minna en áður, hvað mun ])á valda? Manni getur dottiö i hug úrkynjun þjóðar- innar, ættanna íslensku, og að nú er spornað við því náttúruvali, er áður var, þegar ýms óáran feldi börnin unnvörpum og skildi hin hraustustu eftir. Það er sjálfsagt erfitt að fást við þetta atriði, bæði um rannsókn og umbætur. En þaö er annað atriði, sem getur skift hér líka miklu máti, lifnaðarhættir þjóðarinnar. Um þá vitum vér töluvert fyr og síðar. Mat- aræði ])jóðarinnar er nú annað en áður. Alþýðan er hætt að lifa mestmegnis á skyri, harðfiski, smjöri, kjöti og slátri. Þetta atriði er ekki síður at- hyglisvert, þegar litið er til þess, sem menn vita um bætiefnin og þegar málið er skoðað í sambandi við þá niðurstöðu, sem landi vor og collega Magnús Halldórsson í Winnipeg hefir komist að. Ekki þarf að eyöa orðum að því, hve mikilsvert það væri, aö auka varnarþol þjóðarinnar. Vopnin eru meira virði en undankoman. Heilsu- bótarmeðferð hælanna og meðul við veikinni eru vopn, en ráð, sem gæti aukið varnarþolið, væri besta vopnið, því aö það kæmi öllum að noturn. Berklavarnir vorar, einangrun sjúklinga og ungbarna og aö nokkru leyti heilsuhælin, eru ráð til undankomu, byggjast á beinni og ól)einni einangr- un. Enginn má þó halda, að eg hafi horn í síðu heilsuhælanna eða vilji gera lítið úr berklavörnunum. Svo að eg líti næst mér, þá er eg í engum efa um, að barnasmitun hérna í héraðinu hefði reynst meiri en raun er á, ef berklasjúkl. heföu tálmunarlaust farið á barnaheimilin til dvalar og hefði alþýða manna ekki yfireitt forðast þá ,,eins og heitan eld.“ Þessi hræðsla virðist að vísu öfgar, en hún hefir mikið til síns máls, meðan læknavísindin hafa hvorki örugg varnarráð né örugga lækningu að bjóða. Slik hræðsla við holdsveiki hefði þótt öfgar, meðan hún var talin arf- geng, én hve ströng eru einangrunarlögin um hana nú orðin! Þeir, sem neita gagni berklavarna, virðast ganga að því vísu, að veikin myndi standa í stað, ef engar ráðstafanir væru gerðar. En eru meiri líkur fyrir því en hinu, aö hún myndi magnast? Ef berklavarnirnar eiga við rnink- andi varnarþol þjóðarinnar að stríða, án þess að læknastéttin veiti því athygli, ])á má ásaka hana á sama hátt og skipstjóra, sem ekki vissi aö skipi hans miðaði ekki áfram, af því að það stritaði á móti jafnhröðum straumi. En berklavarnirnar eru erfiðar og kostnaðarsamar og þó vant- ar á, aö ])ær séu fullnægjandi. Skyldi svo reynast þar á ofan, að berkla- varnaþolið fari minkandi, þá lítur út fyrir að þær verði ])að bákn, sem ekki verði undir risið. Eg ])ykist vita, að ýmsir stéttarbræður hafa hugsað eitthvaö líkt og eg í þessu máli, og að margir hafi séð, að þörf er á að breyta lifnaðar- háttum þjóðarinnar til bóta. Starf Guðm. Hannessonar i híbýlamálinu bendir á það, og fyrirlestur Jónasar Kristjánssonar sýnir, aö hann telur

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.