Læknablaðið - 01.10.1924, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ
153
mataræöi þjóöarinnar mikilsvert einnig í þessu efni. Ef þetta umbótastarf
er hlutverk nokkurrar stéttar sérsaklega, þá er þaö læknastéttarinnar.
Verkefniö er lika sjálfsagt nóg n'æstu áratugi.
AS lokum vil eg drepa á tvö atriöi til athugunar. Þaö veröur sjálfsagt
erfitt aö láta þjóöina breyta um mataræöi; þaö er þjóöfélagsmál og kem-
ur mjög viö efnahag manna. En þaö ætti aö vera unt, aö koma umbótun-
um aö á vissum stööum. Hressingarhælin fyrir berklaveika, berklaheim-
ilin, barnaheimilin og jafnvel heimavistarskólarnir ættu aö ganga á und-
an. Þar ætti aö koma á því mataræði, sem er auðugast aö bætiefnum og
líkur eru til í annan staö, að sé óþarfast berklabakteriunum. Meö þessu
móti yrðu Jiessar stofnanir jafnframt nokkurskonar rannsókna- og kenslu-
stöövar eða gætu oröiö þaö síðar meir. Eg nefndi ekki heilsuhælin, því
eg þykist vita, aö þau vandi mjög alt fæöi sjúklinganna. Þó kunna um-
bætur aö geta komist þar lika aö.
Svo er annað. Þótt ekki væri liægt aö breyta matarhæfi barna alment,
niætti stuöla aö því, aö þau fengju fóðurbæti. Þorskalýsi mun vera mjög
auðugt aö bætiefnum. Þaö væri ekki fráleitt, aö þaö yrði nokkurskonar
þjóðarréttur allra islenskra barna, ekki eingöngu hinna veikluðu, fram-
faralitlu og kirtlaveiku. Eg veit ekki um lýsisgjöf alment á landinu. í minu
héraði er hún því miöur ekki 'svo almenn, sem eg vildi. Ástæöan er að
miklu leyti sú, aö lýsi er engan veginn ódýrt í lyfjabúðum, en erfitt að
fá gott lýsi annarsstaðar. Setjum svo, aö hverju harni séu gefin að meöal-
tali 20 grm. á dag, 250 daga af árinu. Þaö verða 5 kílógr. á ári. Með nú-
verandi lyfjaveröi veröur það a. m. k. 23 kr. með flöskum og afgreiðslu-
gjaldi. Það er auðsætt, að fátækir barnamenn munu kveinka sér viö þess-
um aukaútgjöldum. Þá væri hagkvæmt, að fá gott, gufubrætt lýsi, utan
lyfjabúða, sem mun veröa ódýrara. Gætu margir keypt þaö í samlögum,
t. d. sveit eða kauptún. Þetta kostnaðaratriði kann sumum að sýnast lítil-
vægt í fljótu bragði, en }rrði lýsisnotkun almenn, nemur það miklu. Börn.
0—10 ára, eru um 30 þús. á landinu. Ef /$ þeirra, eöa 20 þús., fengju áður-
nefndan skamt, 5 kg. á ári, verða það 100 þús. kg. eða 100 smálestir á ári,
sem kosta alt aö hálfri miljón króna meö lyfjabúðarverði. Væri hægt að
fá þetta lýsi fyrir t. d. helming þess verðs, væri sparnaðurinn mikill, en
upphæðin samt álitleg og jafnframt væri um talsverða innlenda atvinnu
að ræöa.
Eftir að þetta var samiö, sé eg, aö Gunnl. Claessen getur þess í blaöa-
grein, að próf. Widmark telji dönsku þjóöina þurfa 350 smál. af lýsi
til þess að vinna upp útflutt bætiefni mjólkuráfurðanna. Það gladdi mig
að sjá lýsisneytslu þjóðar bera þannig opinberlega á góma.
Árni Árnason.
Lyf við drykkfeldni. D. M. Paton mælir mjög með emeticum hydro-
chloricum, segir þaö því sem næst specificum. Hann gefur subcut. /
úr grain (2 ctgrm.) venjulega 8 sinnum, og þá meö þessari dagaröð: 1,
3, 5, 8, 12, 17, 23, 30. — Fyrirhafnarlitið væri að reyna þetta viö einhvern
vandræðamanninn. (Lancet 19. júlí '24). G. H.