Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ
163
Á hinn bóginn læknast pædatrophi og keratomalacie af lýsi og öör-
um A-vit., en ekki af vit. B. eSa C.
Loks er alveg sérstakt antiscorbutiskt C-vit., sem læknar skyrbjúg
fulloröinna og M!b. Barlowi barnanna. Börn meS þenna sjúkd. koma til
á skömmum tíma, meS því aS taka inn safa úr nýjum ávöxtum. Fræg-
ustu skyrbjúgsíræSingar nútímans munu vera norsku læknarnir H o 1 s t
og Frölich, sem fyrstir manna gátu gert naggrísi veika af skyrbjúg;
rottur taka ekki þenna sjúkdóm.
Vegna þessara sérkennilegu áhrifa hinna ýmsu vit., má skifta þeim
í sérstaka flokka, eins og taflan hér aS framan ber meS sér.
ASferSir til aS prófa vit. EfnafræSileg samsetning þeirra
er óþekt; ekki er til neins aS fá efnafræSing í hendur einhverja fæSu-
tegund til „analyse" á vit. Eina leiSin eru tilraunir á mönnum og skepn-
um. Til þess aS komast aS raun um hvers konar vit. sé í matvælum, er
höfS þessi aSferS: Tilraunadýr eru fóSruS á kemiskt hrelinum
proteinum, kolvetni, fitu, söltum og vatni. Tvær tegundir vit. eru auk
þess látnar í fóSriS, en ekkert vit. úr einum hinna þriggja vit.-flokka;
er svo athugaS hvort fæSuteg. sú, sem prófa skal bætir upp þá tegund
vit., er vantar í kostinn. Ef prófa skal t. d. hvort tólg eSa smjörlíki hafi
í sér A-vit., er kosturinn þessi: K e m. h r e i n t protein, fita, kolvetni,
sölt, vatn —j- ger (B-vit.) og appelsínusafa (C-vit.). I þetta fæSi vantar
mat meS A-vit., vegna þess, aS fitan í matnum er kemiskt hrein. Rottur
á þessum kosti, fá avitaminose A-flokksins (xerophtalmi o. s. frv.).
Nú má bæta tóig eSa smjörlíki viS fæSiS, og athuga hvort þessi viSbót
kemur í veg fj'rir avitaminose eSa læknar dýrin, ef þau eru orSin veik.
Vilji menn prófa B-efniS (antineuritiskt), er notuS hæna meS poly-
neuritis gallin. Hænan er fóSruS á þeirri fæSutegund, sem kanna skal,
eSa seySi af þessari fæSu dælt intravenöst. Ef efniS hefir í sér B-vit.,
batnar hænunni á fáeinum klst., annars haldast polyneuritis-einkenn-
in óbreytt.
Rottur eru mjög notaSar til slikra rannsókna, enda eru þær alætur
og æxlast ört; meSgöngutíminn aS eins 20 dagar, og 6—12 ungar fæS-
ast í senn. Kemur þaS sér vel, því mikla hópa þarf til rannsóknanna;
fullvaxta verSa rottur á 8 mán., en meSalaldur 600 dagar. Rottur eru
ekki nothæfar viS rannsókn á C-vit., þar eS þær fá aldrei skyrbjúg.
ÓbrigSul byrjunareinkenni til avitaminose er, aS rotturnar hætta fyrst
aS vaxa, og taka svo ^S léttast. Dýratilraunir þessar nefnast „b i o 1 o g-
isk titrering eSa a n a 1 y 9 e“.
Til þess aS komast aS raun um, hvort C-vit. sé í fæSutegund, eru not-
aSir naggrísir, sem gerSir hafa veriS veikir af skyrbjúg; batni þeim veikin,
er um leiS fengin sönnun þess, aS C-vit. sé í matnum; ef svo er eigi,
en fóSruninni haldiS áfram, deyja naggrisirnir úr skyrbjúg á fám vikum.
Tilraunir þessar eru ekki eingöngu „qualitativ"; meS þeim má lika
fá hugmynd um „quantitativt“ vit.-gildi matvæla. Dæmi: Prófa hve
mörg grömm pro die þarf af ýmsum korntegundum, til þess aS lækna
hænu meS polyneuritis gallinarum, eSa koma í veg fyrir aS hænan sýk-
ist, ef hún er fóSruS á hýddum grjónum. MeS þessu móti má komast
aS raun um, hver korntegundin er auSugust af B-vit.