Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ
166
finna þau frumefni, sem mynda vit. F u n k, sem var einn þeirra fyrstu
er við vit.-rannsóknir fékst, hug-Si vit. vera a m i n-sambönd og nefndi
þau því vitamin (vita-amin), þ. e. a. s. amin-sambönd nauðsynleg lífinu.
Síöar sannaöist, aö köfnunarefni væru ekki í vit., og þar meö aö þau
gætu ekki talist amin-sambönd. Hafa ýmsir vísindamenn því ekki viljað
halda amin-nafninu, og af þessu hlotist talsveröur glundroöi. Eftirfarandi
nöfn eru notuö um vitamin: „accessory food factors“, „Hjælpefaktor“,
„princip", en á íslensku „bætiefni“ (Sig. Magn.); íslenska nafniö er
viðfeldið og er þegar farið aö fá festu í málinu.
Efnafræöingar og líffræöingar vinna aö því aö ákveða efnin í vit.; þeim
hefir tekist aö ná vit. úr grjónahrati meö alcohol, en ekki lánast aö fella
vit.-efniö úr upplausninni; því „hreinni" sem hin ný-framleiddu efni voru.
þess minna varö vit.-gildi þeirra; vit. hafa því lent í úrganginum.
Menn gera sér ýmsar hugmyndir um eöli vit. Hugsanlegt er, að vit.
séu einskonar a n t i t o x i n, sem likaminn má ekki án vera, eða þau hafi
lík áhrif sem C o e n z y m eða activator, er ómissandi sé við efnabreyt-
ingar. Líka geta menn sér þess til, að vit. séu svipuð h o r m ó n-efnum,
sem myndast i lokuöum kirtlum, og jafn ómissandi mönnum og skepnum.
Vit. færa líkamanum eitthvert óþekt lífsafl; þvi hefir verið likt við eld-
neistana í mótor, eða steinlímið, sem heldur saman húsi úr hlöðnum steini.;
hvorttveggja er lítiö aö vöxtunum, en þó ómissandi.
V i t. m y n d a s t a ö e i n s í jurtaríkinu. í mönnum og skepn-
um verða vit. ekki til. Ef vit. vantar í fæði konunnar eöa er af skomum
skamti í fóöri kýrinnar, veröur mjólkin snauð aö vit. Víöa eru kýr fóðr-
aðar aö miklu leyti á fóöurbæti; mjög eru notaðar olíukökur úr jurta-
olíum, sem eru vit.-lausar. Töðufóðrun er miklu heppilegri, þvi aö grasið
er auöugt aö vit. Best verður mjólkin á sumrin, meðan kúnum er beitt
Einkennilegt er samband milli litarefna og vit. I gulrótum og tómötum
er því meira af vit. sem litur þeirra er sterkari. Líkt er um smjör; vetr-
arsmjörið er hvítleitara en sumarsmjör, enda fá kýrnar í sig meira vit.
meö grænu, lifandi grasinu á sumrin heldur en meö vetrarfóðrinu. Próf.
Poulsson hefir veitt því eftirtekt, aö framför brjóstbarna fer eftir vit.
í kosti móðurinnar. Á Phillippieyjum veittu amerískir læknar því eftir-
tekt, að meiri barnadauöi var meöal brjóstbarna en pelabarna. Orsökin
til þessa reyndist sú, að pelabörnin fengu vit. með kúamjólkinni, en fjöldi
mæöra, sem höfðu börn á brjósti, nærðust aðallega á hýddum grjónum.
En mæðurnar geta aö eins gefið frá sér meö brjóstamjólkinni þau vit., sem
þær fá með fæðunni. Fullorðnir þola þótt vit. séu af skornum skamti, eða
jafnvel engin um skeið, en börn og ungviði er afar næmt i þessu efni.
Fljótt fer að bera á framfaraleysi og allskonar vanþrifum.
Nú kann einhverjum að detta í hug: Hvaðan fær þorsk-kindin í sig vit.?
Ekki lifir þorskurinn á grasi, og samt er lifrin svona auðug að vit. Skýr-
ingin er sú, að vit. er í hinum örsmáu plöntum, er mynda mikinn hluta
af svifi (plankton) hafsins; minstu sjódýrin (animalsk plankton) nær-
ast á plöntu-svifinu, en svo eru smæstu dýrin jetin af þeim sem stsprri
eru; gengur þetta svo koll af kolli, en að siðustu stafa 'vit. stóru fiskanna
frá hinum örsmáu jurtum sem lifa í sjónum.
Áður hafa menn vitað, að jurtir eru nauðsynlegur liður milli dýraríkis-
ins og hinna ólífrænu efna; þær ná kolsýru úr loftinu og mynda sterkju