Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1924, Síða 12

Læknablaðið - 01.11.1924, Síða 12
170 LÆKNABLAÐIÐ eins og skuröi, þó að þeir hafi ekki mikla tru á því, aö skurðurinn geti bjargað, þegar sjúkl. er langt leiddur. Því eru líka margir, sem halda fast við skurðina, þó að þeir viðurkenni hættu þá, sem af þeim getur stafað, en ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til þess að minka þá hættu. L á w e n* hefir reynt að stöðva bólguna með því, að taka blóð úr sjúkl. og dæla því síðan inn, alt i kring um bólguna, og mynda þannig þéttan blóðgarð, sem nær frá húð og alveg inn að beini. Þetta er erfitt að gera, annarsstaðar en í andlitinu, þar sem nógu grunt er á beinunum. Láwen hefir gefist þetta ágætlega, og sama segir L i n h a r t,** sem líka hefir reynt það. Um leið kljúfa þeir furunculus og gera stóra skurði í bólguna. Hiti fellur mjög fljótt, líðanin verður miklu betri og bólgan fer aldrei út í blóðgarðinn, og því síður yfir hann. Venjulega nægja 30—40 ccm. af blóði (Linhart hefir þó notað 80 ccm. viö malign. furunkul), sem tekið er úr vena cubitalis með dælu, — en holnálarnar þurfa að vera nokk- uð víðar, til þess að blóðið storkni síður í þeim, og læknirinn fljótur að dæla. Best er að hafa margar holnálar til taks, láta eina þeirra liggja í venunni, en dæla inn um hinar. Óvíst er, hvernig á þvi stendur, að bólg- an færist ekki út yfir blóðgarðinn, hvort um proteintherapi er að ræða, eða varnarefni í blóðinu gegn bakteríunum. Eins getur hugsast, að blóðið fylli allar sogæðar og þrýsti saman blóðæöunum, og því geti eiturefni ekki sogast upp frá veika staðnum. Þegar frá liður, og blóðgarðurinn er farinn að sogast upp og minka, orsakar hann stasis, þegar þrýstingn- um léttir af arteríunum en venurnar eru enn þá samanþjappaðar. Reynt hefir verið að dæla blóðinu inn í sjálfan furunculus, i staðinn fyrir umhverfið, og eins reynt að nota hestaserum í stað blóðs úr sjálf- um sjúklingnum. R i e d e r*** klýfur furunculus með krossskurði og flær upp flipana, en forðast þó að opna nýjar blóðbrautir, fer því ekki alveg niður í gegn um drepið. Síðan leggur hann inn grisju vætta í hestaser- um, t. d. antidifteriserum, og segir, að drepið losni við það miklu fyr en ella. F r i e d e m a n n, sem fyr er getið, heldur þvi fram, að þótt L á w e n hafi vel tekist, þá sé konservatíva meðferðin þó betri, og minni séu örin eftir hana. Hann hefir notað þá meðferð við 24 sjúkl., og höfðu 6 þeirra sepsis, þegar á spítalann kom. Af þessum 6 dóu 3, og þykir það góður árangur, en hinum batnaði öllum. Engin ein aðferð er einhlít við andlits-furunkla, en hvorttveggja, skurð- irnir og konservatíva meðferðin, eiga ágæta talsmenn, og mun það fara eftir skapferli lækna og eigin reynslu, hvora meðferöina þeir nota, meðan ekki má milli sjá, hvor betri sé. Guðm. Thoroddsen. * Zentralbl. f. Chir., nr. 26, 1923. ** Zentralbl. f. Chir., nr. 28, 1924. *** Zentralbl. f. Chir., nr. 26, 1923.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.