Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 14
172 LÆKNABLAÐIÐ veit nema fólki séu gerö óþægindi og útgjöld, en þúsundum króna variö árlega úr ríkissjóöi, aö' óþörfu. Heilbrigðisstjórnin þarf aö athuga máliö. G. Cl. Heilbrigðisskýrslur Breta 1923. Barnakoma 19,7%o, dánir n,6%c, ung- barnadauði Ó9%0; á 1. ári dóu 52.582 börn. Dánartalan liefir ekki fyr fariö niður fyrir I2%c. Manndauði vegna typhus, diphtheritis og phthisis aklrei minni en nú. Öðru máli gegnir um krabbamein; „cancer shows the highest rate yet received.“ Skrár þessar yfir áriö 1923 ná yfir England og Wales, og birtust i ágústmán. s.l. (sbr. The Lancet 6. sept. '24). Síðustu heiilbrigðisskýrsl- ur, sem birtust á íslandi ná til ársloka 1920. Þursabit. Það er sagt, að alþýða manna i Þrændalögum hinum syðri, kalli 1 u m b a g o „tussebit“. Nafnið er sjálfsagt eldgamalt, og ekki er minni kraftur í því en þýsku og dönsku nöfnunum: Hexenschuss og Hexeskud. Eg þekki eigi önnur nöfn yfir sjúkdóminn hér á landi en bakverk, gigt 0. s. frv. Réttast væri að taka þetta kjarnyrði upp í málið. (Sbr. N. Mag. f. L. ág. 1924). S. B. Ristill kemur sjaldan fyrir nema einu sinni á æfinni, segir sá gamli og góði Kaposi (1893), en getur þess þó, að örfáir höfundar segi frá. að þeir hafi hitt á sjúklinga, sem hafi haft sjúkdóminn tvisvar. — M a x Joseph segir í húðsjúkdómabók sinni (1915), að þeir, sem einu sinni hafi fengið þennan sjúkdóm (infektions-sjúkdóm?) verði eftirleiðis ó- næmir gegn honum. Það sé að minsta kosti reglan, þótt einstaka undan- tekningar komi fyrir. Á sarna hátt hafa aðrir húðsjúkdómalæknar, sem eg hefi athugað, talað um ristilinn. Sjálfur hefi eg auðvitað, eins og aðrir læknar, sem fengist hafa við lækningar í langan tíma, séð allmarga ristilsjúklinga, en hefi aldrei hitt á neinn, sem hafi haft þann sjúkdóm áður, og hefi þó ætið spurt um það. — Aldrei hefi eg rekið mig á það í bókum, aö menn hafi haft hann o f t a r en tvisvar. Úr því að sjúkdómurinn kemur svo sjaldan fyrir oftar en einu sinni, dettur mér í hug, að geta hér um sjúkling, sem eg hefi kynrii af, „sóma- mann og sannorðan“, sem segist hafa þrisvar sinnum fengið hann, með margra ára millibili. Saga hans er þannig: Þegar hann var 10—12 ára gamall, var hann hjá foreldrum sínum, uppi í sveit. Fékk hann þá bólukrans á h. síðu, fram undir brjósttbein og aftur undir hrygg. Var það trú manna þá, þar í sýslu, eins og víðar hér á landi, að ef ristill færi hringinn í kring á sjúklingnum, væri hon- um dauðinn viss, og faðir drengsins sagði, að hér væri um þann kvilla að ræða. Hér voru góð ráð dýr. Annars vegar líf þessa dýrmæta drengs í voða, en læknirinn (Skaftasen) langt í burtu, og kostnaðarsamt að ná í hann. Til allrar hamingju kunni alþýða manna gott ráð,. að höggva fyrir báða enda ristilsins, og tók faðir drengsins á sig það ábyrgðar- mikla starf, að gera það með skegghníf sinum, með svo glæsilegum á- rangri, að drengurinn lifði og albatnaði. Eitthvað 12 árum síðar fékk þessi piltur, sem þá var í latínuskólan- um samskonar sjúkdóm aftur, í vinstri síðu, og fer þá til skólalæknisins, dr. Jónassens, sem segir strax að það sé ristill. Pilturinn sagði honum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.