Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
167
og önnur lífræn efni. MeS þessu móti halda. jurtirnar lífinu í dýrunum.
Vit.-rannsóknirnar hafa sýnt, aö menn og dýr eru líka upp á jurtaríkiS
komin hvaS vit. snertir; „synthese“ vit. gerist í plöntunum, en berast svo
meö matvælum til dýrannaj
Mataræði íslendinga. Vér þurfum aS gera oss ljóst, aS hve
miklu leyti þarf aS taka til greina hér á landi þá þekking, sem vit.-rann-
sóknirnar hafa leitt í ljós. Þegar menn fá venjulegt, breytilegt fæSi, má
væntanlega gera ráS fyrir, aS í því séu næg. vit., a. m. k. ef fullorSnir
menn eiga í hlut; þetta mun og vera orsökin til þess, hve seint vit. fund-
ust. Sérstakar ástæSur þarf til, stríS, hallæri eSa mjög einhliSa mataræSi
af öSrum orsökum, til þess aS vit. verSi þaS lítil í kostinum, aS greinileg
avitaminose hljótist af. ÖSru máli er aS gegna um börnin; þeim er miklu
hættara af óhentugu fæSi; nú má telja þaö sannaö, aS framfaraleysi, kyrk-
ingur í vexti og pædatrophi orsakist oft og einatt af vit.-skorti. Hver
veit nema óveruskapur, blóSleysi og þroskaleysi barna sé ekki eins oft
vegna leyndra berkla og læknar hyggja.
Enski læknirinn W. C r a n i e r hefir bent á, aö ekki megi um of ein-
blína á avitaminose-einkenni á hæsta stigi, svo sem xerophtalmi etc.
Þau koma því aö eins í ljós, aS fæSiö sé alveg vit.-laust eöa því sem næst;
en fjöldi barna hefir auövitaö fæSi sem er ónógt aö vit., þótt ekki sé þaö
vit.-laust; nefna Bretar þaS „vit.-underfeeding“; þaS eru börn sem segja
má um aS séu „living in the borderland between health and disease“. Augn-
læknirinn O. B 1 e g v a d getur þess hversu börn meS xerophtalmi séu
veikluS og næm fyrir allskonar chron. sjúkdómum. Augnsjúkdóminn fá
börnin ekki fyr en veiklunin er komin á hátt stig. Af 165 sjúkl. höfSu
63 pneumoni, 45 bronchitis, 42 pyuri, 30 otitis media og 26 rhinitis. Dýra-
tilraunir hafa líka sýnt, aö kyrkingur kemur í ungviöiS, ef vit. eru af
skornum skamti; oft ná dýrin ekki fullum vexti síöar þótt fæöiö sé bætt.
íslenskir læknar verSa því aS gera ráö fyrir, aS óheppilegt fæSi barna
og unglinga geti valdiö ýmislegri veiklun, þótt ekki sjáist sjúkl. hér meö
beri-beri eöa keratomalacie; skyrbjúgur mun og vera oröinn mjög sjald-
gæfur.
Líklegt er aS hér á landi sé hættast kaupstaöabörnum, sem lifa viS lé-
legt og illa valiö fæöi: brauö -— oft aS miklu leyti hveitibrauS ■— meö
smjörliki og kaffi, soSning oftast án smjörs, og grauta meö lélegu útáláti;
saftin, sem brugguö er hér á landi, er stundum ekki annaS en anilin-litaö
vatnsbland. Slíkt fæöi getur veriS mjög fátækt aS vit., þótt nóg sé aö
vöxtunum; fjöldi barna í sjóþorpum fær aldrei smjör og sjaldan nýmjólk.
HveitibrauSsát íslendinga hefir fariö stórum vaxandi; er þaS illa fariS,
því aS hveiti er rándýrt, samanboriö viö rúgmjöl, og lítiö eSa ekkert i
þvi af bætiefnum. SveitafólkiS er fariS aö selja bætiefnarikar afuröir sín-
ar, en eta verksmiöjumat í staöinn; smjörlíki flyst í stórum stýl út um
sveitir landsins; nýmjólkin er spöruö, en börnunum gefin undan-
renning. Sama á sér staö í sumum heimavistarskólum.
Nú er aS athuga hversu vel íslendingar standa aS vígi í því efni, aö hafa
nægileg bætiefni í matnum. ASstaSa landsmanna er vafalaust mjög góS, ef
rétt matvæli eru valin.
I nýmjólk eru öll bætiefni, þótt mest sé af A-vit.; aftur á móti er niöur-
soöin mjólk vit.-laus. Allskonar vit. eru og í grænmeti eins og taflan ber