Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 16
174 LÆKNABLAÐIÐ berum og sjúkl., sem ganga um veikir; allir reyna aö vara sig á þeim, sem vitanlega eru veikir. Sótthreinsun er nú oröiS ekki talin svo mikils- varöandi, enda hafa menn sannfærst um, aö sóttkveikjur, sem valda acut sjúkdómum, lifa ekki lengi á dauöum munum. Af þessum ástæöum hefir höf., sem er bæjarlæknir í Brighton, látiö hætta viö opinbera sótthreinsun á heimilum, þar sem upp kemur skarlats- sótt eöa diphtheri; í þess staö er þess krafist, aö húsmóöirin geri sjúkra- herbergiö rækilega hreint, eins og við vorhreingerning. Höf. haföi ráö- fært sig við bakteríólóga og embættislækna; kom þeim saman um, að ekki gæti teljandi sýkingarhætta stafaö frá stofuveggjum eða húsmunum. Áriö 1909 lét dr. D. F. hætta viö sótthreinsun á rúm- fatnaöi sjúkl. Lök, ver, skyrtur og klútar sjúkl., er þvegið viö suöuhita; ennfremur svuntur og kjólar þeirra, sem hjúkra sjúkl. Leik- föng soðin eöa brend. 11 árum síðar, — árið 1921, — lét d r. D. F. líka hætta viö sótthreifnsun herbeirgja. Höf. hefir rannsakaö hve oft skarlatssótt og diphtheri hafa komið upp á heimilum ca. 6 þús. sjúkl., eftir flutning þeirra á sjú!k:rahús. Er borið saman, hvernig fer þegar gerö er sótthreinsun af hálfu þess opin- bera, og þegar að eins fer fram ræsting sem við vorhreingerning. Hefir komið í ljós, að sjúkdómar koma ekki oftar upp þegar húsmóðirin gerir hreint, heldur en þegar sótthreinsunarmaðurinn skvettir sinum eiturefn- um um alla veggi, og rúmfatnaður er sótthreinsaður í ofni. Menn segja, að sótthreinsun með gamla laginu sé a. m. k. ekki til ills, en höf. hyggur, að svo kunni þó að vera. Þegar sjúkraherbergið er tekið til sótthreinsunar, verður fjölskyldan að þrengja aö sér, og þar af leiðandi meiri hætta á férðum ef sýklaberi er meðal heimilisfólksins. Hinni opinberu sótthreinsun er treyst um of af almenningi, en hollara væri, að fólki lærðist að trúa á hreinlæti og ræsting, sem húsmóðirin og heimilisfólkið sjálft vinnur að. Höf. telur, að miklu fé sé árlega varið til ónýtis, með því aö framkvæma sótthreinsanir með gamla laginu. G. CL Bólusetning gegn taugaveiki pr. os. Dr. Gauthier reyndi hana á flótta- mönnunum í Grikklandi. í 3 þorpum þar sem flóttamenn bygðu, kom upp taugaveikisfaraldur og fundust sýklarnir í drykkjarvatni. Öllum íbúunum, gömlum og ungum, var nú gefin ,,bili-vaccine“, þrjá daga í röö, og engar aðrar ráðstafanir gerðar. Engum varð meint við þetta og faraldurinn hætti í öllum þorpunum. — (Lancet 9. ág.). G. H. Th. Denéke: Úber die auffallende Abnahme der Chlorose. Deutsche med. Wochenschr. nr. 27, 1924. Höf. hefir athugað hve margar stúlkur með chlorosis hafa á hverju ári legið á spítölum í Hamborg. Fram til 1904 var chlorosis tíð, tíðust 1901, i6%o af öllum sjúklingum, en eftir 1904 fór chlorosis óðum minkandi og 1923 voru aðeins 3 sjúkl., eða o.i5%c. Nágeli heldur, aö chlorosis hafi minkað vegna aukinnar járnmeðala- notkunar meðal almennings, en höf. álítur, aö fækkunin sé því að þakka, að stúlkur eru hættar að reyra sig, en mikil þrengsli um mittiö hafa mikil áhrif á lifur og milta, sem eru aðalstöðvar járnefnabreýtingar líkamans. G. Th. Graviditas og tuberculosis. Á 4. fundi Alþjóðafélagsins gegn berklaveiki, sem haldinn var í júlí í ár í Lausanne, talaði H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.