Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 6
164 LÆKNABLAÐIÐ Með öllum þessum tilraunum hafa menn öSlast mikla þekking um eöli vit-flokkanna. C-vitamin (antiscorbutiskt): í kálblööum, jaröeplum, nýjum á- vöxtum, berjum, salati, hreökum, næpum. Er viökvæmast allra vit., þolir illa þurk og hita yfir 50° C. Ungbörnin fá Mb. Barlowi, þegar mæöurnar þrautsjóöa mjólkina. Flest kálmeti þolir þó án þess aö vit. spillist, suðu- hita við venjulega matreiðslu. Ööru máli er að gegna um niðursuðu; þá er hitað upp í 120° C., enda er niðursoðið grænmeti vit.- 1 a u s t. C-vit. fer líka forgörðum við þurk; í þurkuðum ávöxtum eða jarðeplamjöli, er ekki C-vit. Annars eru jarðepli álitin mjög holl; þau eru að vísu ekki mjög vit.-rík, en sé þeirra neytt daglega, færa þau lík- amanum mikla hollustu. Stepp telur, að jarðepli forði í mörgum ár- um ýmsum þjóðum frá skyrbjúg, og getur um skyrbjúg i s'tórum stýl í Rússlandi og á Norðurlöndum, þegar uppskerubrestur hefir orðið á jarðeplum. Sk a- r f a k á 1 er gamalt og gott skyrbjúgslyf hér á landi, og vel reynd- ist Jóni p-róf. Steingrímssyni grautur úr fíflalaufum við bjúg og aðra hungursjúkdóma, í eldsneyðinni miklu í Skaftafellssýslum. Nú hafa biologar sannað, að taraxacum er mjög auðugur að vit. Lítið eitt er af C-vit. í nýmjólk og ýmsum fleiri matvælum, en mest í þeim fæðuteg- undum sem taldar eru hér að framan. Menn geta komist af án C-vit. um tíma, væntanlega vegna vit.-forða líkamans, en svo rekur að því, að skyrbjúgur gerir vart við sig. B-vitamin (antineuritislkt): Mest er af því í korni og grjónum og geri; auk þess í nýmjólk og ávöxtum. Eins og um var get- ið, er B-vit. bundið við hýði eða hrat kornsins; í rúgi er þó vit. í ö 11 u k o r n i n u o g þ e s s v e g n a æ t í ð í r ú g m j ö 1 i, en fínustu hveititegundir algerlega vit.-lausar. Rúgur örvar hægðirnar, en sömu áhrif hefir ger, sem líka er auðugt að B-vit.; hefir mönnum því dottið í hug, að hér sé um vit.-áhrif að ræða. Ekki hefir efnafræðingum tekist að finna og ákveða samsetning þeirra efna í grjónahýðinu, sem um er að ræða; í hýðinu er m. a. fita og fosfór. B-vit. er mjög frábrugðið C-vit. að því leyti, að það þolir vel hita; bæði þessi vit. leysast upp í vatni. Vit. þetta er ungviðinu nauðsynlegt til vaxtar, en fullorðnir fá beriberi, ef B-vit. vantar. Patholog. anatomiskar breytingar í taugunum er dege- neratio í tauga-frumum og þráðum; auk þess atrophi í öllum lymphoid vef. A-vitamin: í lýsi, nýmjólk, smjöri, eggjarauðu o. fí. Vit. þessa flokks 1 e y s a s t u p p í f i t u e f n u m. Langmest er af því í þorska- lýsi, sem talið er 300 sinnum ríkara að vit. en smjör. í einni teskeið af lýsi er jafn mikið vit. sem í vænum skamti af nýmjólk smjöri eða eggja- rauðu. Prof. P o u 1 s s o n hefir rannsakað allskonar tegundir lýsis. Stað- festist nú vísindalega tröllatrú alþýðunnar á lýsi, enda reynist það oft svo, að vísindin sanna síðar þá reynslu, sem fengist hefir kynslóð eftir kynslóð. Þorska-, ýsu- og hákarla-lýsi hefir reynst mjög svipað, en próf. P. telur minna vit. í síldar- og hval-lýsi. í lifrarkagga sprengjast lifram- ar og rotnar sundur; rennur þá úr þeim lýsið og kallast hrálýsi. Við gufubræðslu má hleypa gufu í sjálfan lifrarpottinn, inn á milli lifr- anna, eða bræða lifrina í pottum með tvöföldum veggjum ; er heitri gufu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.