Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 165 þá hleypt um veggjaholiö. Viö steinbræðslu er ekki notuð gufa, en að eins kynt undir lifrarpottinum. Annars getur hver húsmóðir brætt lýsi til heimilisnotkunar, enda algengt hér á landi. Vit.gildi lýsis mun vera svip- a,ð, hvernig sem það er unnið; þó er taliö óheppilegt, vegna vitaminanna, aö sjálfrunnið lýsi sé lengi undir áhrifum loftsins (oxydation) ; ýmsum fellur og ver bragð af hrálýsi en gufubræddu lýsi. í lýsis-emulsionum, „krydd- lýsi“, er ekki meir en 30—40% af lýsi. Sennilega er munur á vit. í mjólkurfitu og lýsi, því að rachitis má lækna með lýsi, en ekki smjöri; hugsa menn, að þetta orsakist af 4. vit,- tegundinni — vit. D (M 'c. C o 11 u m) ; þó mun það enn vera óútkljáð mál. Þótt A-vit. séu nefnd fitu-vit. og leysist upp i fituefnum, eru vit. ekki í svínafeiti eða jurtafeiti; að visu eru vit. i plöntuolíum, en sé olíunni þrýst, t. d. úr baðmullarfræi, veröa vit. eftir í fræinu. Nú er smjörlíki aö mjög miklu leyti einmitt unnið úr jurtafeiti, og er það þvi venjulega vit.laust. Er því a,ð þessu leyti afar mikill munur á smjöri og smjörlíki þótt næringargildið sé hið sama. A síðari árum hafa þó verið gerðar til- raunir til jjess að framleiða smjörlíki úr dýrafeiti, eða bæta i það vit. t. d. eggjarauðu; tilraunir þessar munu að nokkru leyti hafa tekist, þannig að eitthvaö af vit. getur verið í sumum smjörlíkistegundum. Danski barnalæknirinn próf. E. B 1 o c h varð einna fyrstur manna til þess að sýna fram á þann háska, sem börnum stafar af skorti á A-vit.; einkennilegt er, að þetta skyldi einmitt koma i ljós í Danmörku, þar sem framleitt er svo mikið af mjólkurfitu. Próf. Bl. sýndi fram á, að börn sem fengu xerophtalmi, og stundum upp úr því keratomalaci, höfðu nærst á mjölmat og grjónaseyði, en vantað nýmjólkina. Ætíð byrjaði sjúkdómurinn með f ramf araleysi barnanna, sem síðar ágerðist og varð að pædatrophi. Hemeralopi, eða náttblinda, er og sam- fara þessum sjúkdómi 0g ýmsar kron. infectionir. Lýsi og nýmjólk bæta stórkostlega líðan barnanna; aftur á móti er gagnslaust að bæta C-vit. í fæðuna, svo sem nýjum ávaxtasafa. Síðari rannsóknir hafa leitt í ljós, að flest börn veiktust í Danmörku vegna vöntunar á fitu-vit. þau stríðsárin, sem verð var hæst á mjólkurafuröum; almenningur neytti þá með minsta móti smjörs og nýmjólkur; en þegar útflutningshömlur voru lagðar á, lækkaði verðið, börnin fengu rneiri mjólk, og síðari athuganir hafa sýnt, að færri börn urðu þá veik af umræddri avitaminose. Rottur fá lika atrophi og sama augnsjúkdóminn, sem börn, ef A-vit. vantar; ekki þurfa þær nema örlítið af lýsi til þess að læknast; próf. Poulsson hefir jafnvel séð mun á rottum þannig útleiknum eftir Viow milligr. af lýsi. Nefnd var nýlega skipuð í Bretlandi — the committee on accessory food- factors — til vit.-athugana, og komst hún m. a. að þeirri niðurstöðu, að rachitis bæri að skoða sem avitaminose vegna skorts á A-vit. Lýsi og ljóslækning eru góð ráð við beinkröm. Helstu patholog. anatom. breytingar vegna vöntunar á A-vit. er atrophi í slimhúö garna og tárakirtlum, og aukinn gerlagróður í þörmunum. Lýsi og ljós auka mjög blóðflögur í blóðinu. Efnasamsetning vit. Þótt fengist hafi smám saman talsverð þekking um eðli vit. og áhrif þeirra á líkamann, hefir enn eigi tekist að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.