Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 10
i68 LÆKNABLAÐIÐ með sér. Grænmetisát er ekki útlend fordild og þyrfti almenningur a'ö neyta þess frekar en á sér staS hér á landi. C-vit. gjafi landsmanna eru jarSeplin; vafalaust eru þau afar mikils- verö fólki viö sjávarsíöuna, en þyrftu aö vera á hvers manns matborði áriö um kring. B-vit. fá íslendingar sérstaklega úr rúgmjölinu, en ættu þó aö flytja miklu meira til landsins af því en gert er. Hveitiát þjóöarinnar er gegndar- laust; í fínu hveiti eru engin vit., og næringargildi hveitibrauöa ekki nema 12% meira en rúgbrauöa. Þó er hveitibrauð 200% dýrara en rúg- brauö; hjá brauðsölunum kostar eitt pund af hveitibrauöi sama sem þrjú pund af rúgbrauði. Áriö 1922 flutti þjóöin inn 3*4 miljón kíló hveiti fyrir 1 milj. 940 þús. kr. Á sama tíma var flutt inn 4 milj. 938 þús. kíló rúg- mjöl fyrir 2 milj. 80 þús. kr. Læknar ættu að beita sér fyrir, aö þetta breyttist. Rúgurinn er eina korntegundin, sem hefir vit. í fræhvítunni; þau hverfa því ekki hvernig sem hann er hýddur og malaður. A-vit. geta íslendingar ef til vill veitt sér hægast allra þjóöa; goltt og ódýrt 1 ý s i stendur öllum til boöa, og er þaö auðugast allra fæöu- tegunda aö A-vit. Kryddlýsi skyldi aö eins notaö sem neyöarúrræöi; það er dýrt og kraftlítið. Menn geta fengið gott og ódýrt lýsi frá bræöslu- stöðvunum; líka geta húsmæðurnar keypt lifur og brætt úr henni lýsið. Vandræöin eru oft aö fá börn og fullorðna til þess aö taka lýsið; en þá er athugandi, að ástæðulaust er, aö tekinn sé inn nema lítill skamtur, ef það er notað daglega, lýsiö er í þessu tilliti 300 sinnum kraftmeira en smjör. Ein teskeið ætti að nægja á dag eöa a. m. k. gera mikiö gagn, þótt rétt sé auðvitað, að þeir taki meira, sem ekki fellur bragöiö iíla. Reyna má að láta þá taka lýsið inn á kveldin, undir svefninn, sem fellur það illa eftir inntökuna. Ekki er óþekt, að menn hafi lýsi út á soðningu, og er það auðvitað fyrirtak, ef menn alast upp við slikt. Einn lýsisrétt eiga Islendingar, sem er ekki laust viö aö sé í nokkurri fyrirlitningu, og ekki talað hátt um; það er bræðingurinn. Híann er talsvert víða notaður enn hér á landi, og ættu læknar að gera það, sem í þeirra valdi stendur, til þess að þetta viðbit kæmist til vegs og virðingar. Þau börn eru heppin, sem alast upp við bræðing í stað smjörlíkis. Bræðingur er búinn til með margvíslegu móti, notaðar ýmsar tegundir tólgar og lýs- is, jafnvel látið í hann krydd! Föst regla ætti það að vera hér á landi, að þeir taki inn lýsi, sem hvorki neyta nýmjólkur eða smjörs. Eggja- takan hlýtur og að veita landsmönnum mikil vit. Þekkingin um vit. er að eins fárra ára gömul, og er því líklegft, aö svo ung fræðigrein eigi eftir að skýra ýmsar sjúkdómsorsakir, sem nú eru óljósar. Heimildarri t: E. Potilsson: Om Vitaminer. Nord. Bibl. f. Therapie. Bd. III. H. 4. Wilhelm Stcpþ: Úber Vit. u. Avitaminosen. Ergebn. d. inner Medizin u. Kinder- heilk. 1923. Walter Eddy: The Vitamine Manual. 1921. W. D. Halliburton: Handbook of Physiology. 1923. Ugeskr. f. Læger. The Lancet.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.