Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.11.1924, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 169 Lækningabálkur. Furunculus faciei. Furunculus er altaf leiöur kvilli, þótt ekki sé altaf tekiö mikiö tillit til hans, og ekki hvaö síst veröur hann óþægilegur í andliti, þar sem mikiö ber á bólgunni og öriö eftir hann getur oröiö til lýta. í and.liti getur hann og stundum oröiö stórhættulegur, þegar bólgan vill ekki takmarkast, og viö bætist trombophlebitis og sepsis. Stórir andlits-fur- unklar, sérstaklega á efrivör og kinnum, eru oft kallaðir malignir, og ekki að ástæðulausu, því að ekki er þaö sjaldgæft, að þeir leiði til dauða. Meöferð á furunklum hefir verið með ýmsu móti, og menn ekki á eitt sáttir þar, frekar en víða annarsstaöar. Við litla furunkla, sem sýn- ast ekki munu veröa hættulegir, eru skiftar skoðanir um það, hvort kljúfa skuli bóluna eöa láta hana afskiftalausa. Hvort, sem heldur er gert, þá batnar furunculus, graftrarnaglinn losnar eða leysist sundur og sárið grær, að eins spurning um þaö, hvort gangi fljótar eða sé til minni óþæg- inda fyrir sjúklinginn. Sennilega losnar graftrarnaglinn venjulega fyr, ef hann er klofinn, en örið veröur þá stundum stærra, og því er þaö, að margir læknar láta smá furunkla í andliti í friöi, og bíöa eftir því, að batni spontant. Þá er urn er aö ræöa maligna, progredient, andlitsfurunkla, eru menn heldur ekki á eitt sáttir um meðferðina, þótt ætla rnætti, aö þar riöi einmitt á því, að opna rækilega bóluna og gera stóra skurði í bólguna í kring, eins og viö hverja aðra phlegmone. En hvað eftir annað hefir þaö komið í ljós, aö skurðir í maligna andlitsfurunkla, hafa ekki getað bjargað sjúkl.; þeim hefir versnað og þeir hafa dáið skömmu eftir að- geröina, hvort sem þaö hefir verið vegna aðgerðarinnar, eöa þrátt fyrir hana. Ýmsir læknar halda því fram, að skurðunum sé mest um að kenna; nýjar brautir opnist og hættara sé á sepsis, eða, sé hann kominn, að hann þá aukist. F r i e d e im a n n* notar eingöngu (kortservativar aögerðir og litlar stungur í furunkulus, og segir það gefist vel. H o f m a n n** skýrir frá reynslu B i e r s -klinikurinnar, og segir, að þar sé eingöngu notuö konservativ meðferð, heitir bakstrar og stasis, bindið lagt um hálsinn. Viö stóra furunkla er notuð rúmlega og sjúkl. bannað að tala og tj'ggja, en furunklarnir sjálfir ekki snertir, ekki einu sinni notuð sogmeðferð, þótt perforatio sé komin. G r u c a*** gerir smástungur, en ekki langa skurði. Þar að auki gefur hann Delbet'S-vaccine, sem er polyvalent, blandað saman staphylococcum, streptococcum og bac. pyocjraneus. Hann dælir inn 4 ccm. af þessari vaccine og fær sjúkl. þá oft schock á eftir, með háum hita og skjálfta, en andlitsfurunkulinn segir Gruca að batni venjulega fljótt. En það eru ekki allir svo gerðir, að þeir geti horft á sjúklinga sína deyja úr andlitsbólgu, án þess að reyna gamlar og viðurkendar aðferðir * Zentralblatt f. Chirurgie, nr. 48—49, 1923. ** Archiv f. klin. Chirurgie, Band 123. *** Zentralbl. f. Chir., nr. 30, 1924.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.