Læknablaðið - 01.12.1929, Side 8
LÆKNABLAÐIÐ
190
ferÖin reynist stundum vel vi<5 lítilsiglda andstæÖinga, og hefir J. J. talið
þetta hæfilegt í viÖureign við svo lélega gefið og mentunárlítið fólk, sem
hann álítur allan þorra lækna.
Ýmsir hafa furöað sig á þvi, að ritstjóri „Timans“ hefir verið látinn
neita form. Lf. ísl., próf. G. H., um rúm í blaðinu, til andmæla. En þetta
er ofureðlilegt. Blaðinu er væntanlega annað kærara, en að hnekt sé mis-
sögnum um læknana. Nokkrar þeirra skulu raktar hér, í þeirri röð, sem
þær eru fram settar í greinum hr. J. J.
1. Mjög fer vel á því, að ráðherra kirkjumálanna skuli í upphafi máls síns
koma fram sem rétttrúaður umboðsmaður hinnar lútersku-evangelisku trúar,
og draga upp mynd af hinu skelfilega ástandi af völdum kaþólsku kirkjunnar
á miðöldunum. Telur hr. J. J. samtök læknanna hliðstæð ógnarvaldi kaþólsku
klerkastéttarinnar, er myndaði ríki í rikinu. Væntanlega er ráðherrann ekki
í vafa um — fremur en Vilhjálmur 2. hérna á árunum, — að hann hafi
guð með sér. Ráðherrann herjar því ótrauður á læknana, sem vilja rjúfa
rikisheildina og veikja konungsvaldið (in casu dutlunga hr. J. J. við em-
bættaveitingar).
2. Hr. J. J. telur, að í almæli hafi verið, siðan á sl. sumri, að læknar hafi
ráðgert allsherjar verkfall, jafnvel þótt um „dauðveika menn og sængurkonur
í lífshættu“ væri að ræða. Kynlegt má þykja, að ráðherra heilbrigðismál-
anna skuli ekkert hafa aöhafst til að afstýra þeim voða, sem vofði yfir
almenningi. Hversvegna? Ráðherrann hefir auðvitað aldrei lagt trúnað á
slikar sögur, sem væntanlega eru til orðnar i hans eigin höfði. En yfir-
manni læknastéttarinnar er ljúft að bera þennan uppspuna fram í blaði
stjórnarinnar.
3. Ráðherrann fer háðulegum orðum um tillögur próf. Guðm. Hanncs-
sonar og meðnefndarmanna hans í Landsspítalanefndinni, er á sínum tima
lögðu til, að reistur yrði spítali, sem fullgerður hefði kostað 3 milj. króna.
Tillögur þessar fengu ekki byr á Alþingi; hælist ráðherrann mjög af því,
og segir: „Leikmenn á þingi tóku málið úr höndum óvitanna í félagsmál-
um, létu byggja sjúkrahús, í hóf við fjárhagsmátt og þarfir landsmanna . . . .“
Ráðh. gefur hér alranga hugmynd um tillögur próf. G. H. og nefndar-
innar (meðal „óvitanna“ í Landsspítalanefndinni voru próf. Guðm. Thor.
og héraðslæknir Jón Hj. Sig.!). Skv. tillögum nefndarinnar átti ekki að
reisa í byrjun nema helming fyrirhugaðrar byggingar; hefði þó orðið
þar engu minna rúm fyrir sjúkl., en í spítala þeim, sem nú er verið að
reisa. En verð hans verður væntanlega ekki mikið neðan við 11/2 milj. króna.
Ráðherranum gefst í náinni framtíð kostur á að sýna í verki einlægan
áhuga sinn á spítalamálinu. Eftir er að fullgera spítalahúsið að innan, og
kaupa í það húsmuni alla og önnur áhöld. Óbygðar eru og ýmsar nauðsyn-
legar byggingar, auk aðalhússins. Nóg verkefni fyrir ráðherrann á næst-
unni, að koma á fót spítala með nýtísku sniði!
Enginn læknir hefir sýnt eins mikinn áhuga á Landsspítalamálinu og
próf. Guðm. Hannesson. Hann hefir árum saman unnið í Landsspítala-
nefndinni, f. tilmæli ríkisstjórnarinnar, að undirbúningi og bygging spítal-
ans. Allir nefndarmenn hafa unnið endurgjaldslr.ust. Þakkir landsstjórn-
arinnar til próf. G. H. birtast svo frá hr. J. J. i stjórnarblaðinu!
4. Hr. J. J. furðar sig á því, að „heilbrigðisnefnd reykvískra lækna“
(hvaða stofnun er það?) skuli ekki hafa afstýrt misbeiting nokkurra lækna,