Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1932, Page 8

Læknablaðið - 01.01.1932, Page 8
2 LÆKNABLAÐIÐ Biologiskt er þjóÖfélagi'Ö aölögunarfyrirbrigöi, „adaptions-“ eÖa „tilpas- ningsfænomen.“ Einstaklingarnir verða að laga sig nokkuð hver eftir öðrum, í þágu heildarinnar, og þar með þeirra sjálíra. Þeir þurfa að hafa nokkrar hömlur á séróskum sínum og athöfnum og öllu framferði yfirleitt. Séð frá þessu biologiska sjónarmiÖi, eru glæpirnir „disorders of con- duct“, vegna ófullnægjandi eða rangrar aðlögunar þeirra einstaklinga, er þá fremja, að hinum, þ. e. þjóðfélagsheildinni. En geðveiki og geðveilur allskonar birtast einnig sem „disorders of con- duct“, vegna ófullnægjandi eða rangrar aðlögunar sjúklinganna að um- hverfinu eða heildinni. Það er því síst að undra, þótt menn frá alda öðli, að heita má, hafi þótst sjá samband á milli glæpsemi og geðveiki; Stoikarar töldu jafnvel, að sögn, flest teða alla glæpi undir insania. Nánari vísindalegar rannsóknir á þessu sambandi, hafa þó fvrst verið gerðar á seinni tímum. Skal eg leyfa mér að minnast á nokkrar aðalniðurstöðurnar, þó yður séu þær auðvit- að flestum meira eða minna leyti kunnar, a. m. k. þeim, sem fylgst hafa með þróun positivu kriminologisku stefnunnar (Lombroso, Ferri og Garofali skól- anum, er kom fram 1878). Þegar hugsað er út i, hvaða einkenni það eru, sem margir geðveiktr og geðveilir hafa, verður mönnum þegar í stað skiljanlegt, hve auðveld- lega geti verið samband á milli glæpa og geðveiki. Mennirnir geta verið frá æsku, eða fyrir síðar tilkomið áfall, vanþroska eða misþroska, alment eða á sviði tilfinningalífs eða viljalífs og hugsana. Þeir geta einnig, eftir að þeir eru orðnir fullþroska að mestu eða öllu leyti, orðið fyrir sjúkdómi, þannig, að dragi úr andlegu lífi þeirra á öllurn eða einstökum sviðurn. I báðum tilfellum er þeim hætt við misvœgi í tilfinningalífi og þar með athafnalífi, alt á milli algerðrar stirðunar og athafnalömunar og hinna hrottalegustu skammhlaupaverka íyrir sjúklegs örleika sakir; hvatalíf þeirra getur verið aukið eða öfugsnúið, einkum er það svo um kynhvatirnar. Oft eru sjúkl. haldnir ofskynjunum eða misskynjunum, sem hræða þá eða ógna þeim, ofsóknarhugmyndum, þokuvitund eða rugli o. s. frv. Það er auðvitað ógerlegt að segja nákvœmlega um, hve oft andleg af- brigði eða sérbrigði cru völd að lagabrotum. Hvorki komast nærri öll laga- brot upp, né heldur er andlegt ástand allra lögbrjóta rannsakað. Geð- veikralæknar, sem taka við „nýjum“ sjúklingum, þ. e. sem fá sjúklinga sína beint utan úr lífinu, en ekki eftir að hafa farið fyrst í gegnum að- greiningarstöð, rekast mjög oft á margt það í sögu sjúklinga sinna, sem vafalaust heyrir undir lagabrot, en af ýmsum ástæðum ekki hafa orðið nein ,,mál“ út úr. Oft er upplýst, að sjúkl. hafa áður verið brotlegir veð hegn- ingarlögin. Sioli fann t. d. í Frankfurt a. M. á geðveikisdeild þar, að /, af karlsjúklingum hafði verið refsað áður, fyrir brot á hegningarlögun- um. Sömu tölur fann Ascliaffcnburg, annar þýskur geðveikralæknir, við rannsóknir í mörgum geðveikraspítölum í Þýskalandi. Oluf Kinbcrg í Stock- hólmi, er m. a. hefir rannsakað öll réttarpsychiatrisk tilfelli í Svíþjóð síð- an 1901, áætlar almcnt kriminalitet geðveikra margfalt hærra en ekki geð- veikra, og spcciclt kriminalitet, þ. e. a. s. vissar tegundir glæpa 12—200 sinnum algengara meðal geðveikra en ekki geðveikra.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.