Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1932, Síða 12

Læknablaðið - 01.01.1932, Síða 12
6 LÆKNABLAÐIÐ fengist meS því, aS rannsaka manninn psykiatriskt, sem í sumum tilfellum er auSvitaS auSgert, en í mörgum öSrum mikiS og vandasamt verk. Er þá fyrst aS ákveSa álment andlegt þraskastig viSkomanda, en þar grein- um viS geSveikralæknar á rnilli idioti eSa fábjánaskapar, imbecilitas, eSa hálfbjánaskapar, debilitas mentalis, eSa kjánaskapar — alla flokkana í einu nefnum viS inferioritas mentalis, eSa fávitahátt. Er auSskiliS, aS fávitar fremji oft glæpi, ef menn hugsa út í vitsmunaleg- an vanþroska þeirra, vanþroska og taumlaust tilfinningalíf þeirra og vant- andi skilning á jafnvel einföldustu siSferSislögmálum. ViS fávitahátt er sem dregiS sé úr andlegum þroska manns á öllum sviS- um, aS hann hafi aldrei náS því stigi, sem taliS er normalt. 1 öðrum tilfcllum er sem þroskinn hafi orSiS fullkominn á sumum sviS- um, en sé aftur mjög ábótavant á öSrum, þannig aS um andlega vansköpun er aS ræSa. Þeir geta t. d. veriS intellektuelt sæmilegir eSa jafnvel af- burSa, en tilfinningalífiS og viljalífiS svo brenglaS, aS þessir menn eru meira eSa minna siSferSilega örvasa, og allajafna meS annan fótinn í geSveiki. Smá-áföll velta þeim yfir í augljósan geSsjúkdóm. Þannig getur t. d. verkaS smávægilegur líkamlegur sjúkdómur, akut fyllirí, ofreynsla eSa aS eins geSs- hræring. Slík sjúkleg andleg brenglun er einu nafni nefnd degencratio psychoþathica, sjúklingarnir dégenérées supérieurs eSa psychopathar. ViS orSiS degeneration hefir lijá leikmönnum viljaS loSa negativt mat, fyr- ir óskýra hugsun þeirra sem fyrst notuSu þaS, en ekkert slíkt eigum viS geSveikralæknar nú á tímum viS meS orSinu. ViS teljum engan kominn til aS sanna þaS, aS nokkurt andlegt los sé ekki einmitt heppilegt fyrir menn, aS minsta kosti undir vissum kringumstæSum. Þar fyrir getur þaS veriS sjúk- legt. Þegar um brenglun er aS ræSa, eru sumstaSar lægSir, annarsstaSar hæSir; eins er um þessa menn, aS séu lautir, holur eSa jafnvel göt hjá þeim sumstaSar, þá eru lika þúfur, hæSir, hólar og jafnvel fjöll hjá þeim á öSr- um sviSum. Sérkennilegt fyrir þá er yfirleitt andlcgt ójafnvœgi, sem getur haft sína kosti, þótt þaS einnig hafi sína ókosti. ÞaS er vanalega tiltölulega saklaust þótt menn vanti t. d. músikgáfur eSa há- fleygustu reikningsgáfur, aftur á móti getur þaS veriS í meira lagi alvar- legt, ef t. d. siSferSishugtökin vantar alveg eSa aS miklu leyti, menn eru þá „moral insane“ eSa jafnvel aS því er stundum virSist fæddir lögbrjótar, delinqventi nati. Degeneratio psychopathica getur bæSi veriS meSfædd eSa siðar til kominn, af heilasjúkdómum í barnæsku eSa öSrum áföllum, en oft er ókleift aS gera sér grein fyrir uppruna hennar. — Fávitahátt og degen. pscychopathica nefni eg einu nafni geðveilur. Nákvæmasta statistik yfir geSveika og geSveila sem til er, er frá Eng- landi og Wales 1926. 8,3 %0 af öllum íbúum reyndust aS koma undir þetta annaShvort eSa hvorttveggja. Degeneratio psychopathica er lang-algengasta andlega afbrigSiS hjá öllum flokkum glæpamanna, öSrum en þjófum, ofbeldisbófum, íkveikjumönnum og siSleysingjum. MeSal þeirra eru fávitarnir nokkru algengari. Samtals eru í þessum 2 flokkum %—% alh'a þeirra glæpamanna, sem eru andlega sjúklega frábrugSnir heilbrigSum mönnum. Hinn Yz—Ya parturinn er haldinn hinum eiginlcgu geðsjúkdómum, þar meS talinn alkoholismi, morfinismi, sefasýki og flogaveiki.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.