Læknablaðið - 01.01.1932, Síða 13
LÆKN ABLAÐIÐ
7
Stærstu geðsjúkdómaflokkarnir eru hin svonefnda manio-depressiva geð-
veiki, dem. præcox og paranoia. Auk þess er fjöldi annara, eins og t. d.
af syfilitiskum uppruna, geÖveiki fyrir æöakölkunar eÖa elli sakir o. s. frv.
Fyrsti flokkurinn, m.-depr. geðc., er hinn eiginlegi skapbrigÖa eÖa geÖs-
lagssjúkdómur, þunglyndi í ýmsum myndum eða andstæða þess, léttlynd-
iÖ, æsingin. Þeir sjúkl. gerast yfirleitt sjaldan brotlegir við hegningarlögin;
þunglyndir ákæra sig stundum sjálfir og verða einstaka sinnum dæmdir;
fyrir kemur að þeir hafi framið morð (á öðrum en sjálfum sér), einkum
barnsmorð. Léttlyndir stela stundum eða falsa í einhverri hundakæti, eru
stundum með hótanir, en drýgja sjaldan stórglæpi.
Annar flokkurinn, dem. prœcox eða schisophreni. Tilfinningalíf sjúklings-
ins smábreytist, skynjanir skekkjast og hugsanaferill losnar, andlegt líf hans
verður gloppótt, hann verður algrlega sljófgaður á einu sviði eða fleirum, en
getur verið algerlega ósnortinn á ýmsum öðrum sviðum. Athafnalíf hans fer
eftir þessu. Þessir sjúklingar gerast nokkru oftar brotlegir við hegningar-
lögin en hinir manio-depr. Algengastir glæpir með þeim eru auk þjófnaðar,
ofbeldisverk, morð, íkveikjur, nauðganir etc., oft mjög hrottaleg, skyndileg
og óskiljanlega framin illvirki.
Þriðji flokkurinn er hin svonefnda paranoia, dómvillusjúkdómurinn, „For
rykthed". — Dómar vorir eru lokastig hinnar andlegu starfsemi, annað en
athafnirnar. Þeir geta því truflast með ýmsu móti, fyrir allskonar vits-
munalegar veilur og tilfinningalífstruflanir. Um dómvillur, sjúklega
falska eða ranga dóma, er að eins þá að ræða, er hvorutveggja þessara trufl-
ana koma til greina, og það þannig, að tilfinningarnar mega sín
mest eða alls gagnvart því, sem um er að ræða. Slíkt dominerandi vald
fá eingöngu þær tilfinningar, er koma við kjarna mannsins, og því standa
i nánu sambandi við skyn- og líkamskendir hans, við eðlishvatir og lifsþarf-
ir hans. Þess vegna birtast manni óskir sjúklinganna og ótti í dómvillum
þeirra. Þess vegna eru einkenni dómvillnanna, i) auk hins ranga innihalds
þeirra, 2) alveg^ sérstceður sannfæringarkraftur gagnvart sjúklingunum og
3) óbifanleiki þeirra fyrir reynslu eða skýrustu vitsmunalegum rökum.
Dómvillur geta komið fyrir við alla geðsjúkdóma, en aðallega flöktandi
og breytilegar, við paranoia eru þær kcrfisbundnar og kjarni sjúkdómsins.
Nokkrar dómvillur bita sig fastar og fastar í huga sjúklingsins, — verða
idées fixes — og verða loks óaðskiljanlegur hluti reynsluforða sjúklingsins,
sem hann treystir jafnt annari reynslu sinni. Þær geta náð yfir stærra eða
minna svið hugans, og er dómgreind sjúklingsins ef til vill óskert á öðr-
um sviðum.
Dómvillurnar eru með mörgu móti, en aðallega svonefndar ofsóknarvillur,
árásarvillur eða ofurmenskuvillur. Valda þær iðulega því, að sjúklingurinn
verður brotlegur við lög, oftast fyrir liótanir, ofbeldisvcrk, jafnvel morð,
aftur á móti tiltölulega sjaldan þjófnað.
Syfilitiskir geðsjúkdómar geta verið með ýmsu móti. Algengust er svo-
nefnd dcmentia paralytica. Sérkennilegast við glæpi þessara sjúklinga, er
talinn sá dómgreindarskortur, sem lýsir sér í öllum verkum þeirra, og sið-
ferðileg breyting á sjúklingnum áður en veruleg intellelctuel breyting verð-
ur. Óregla í reikningsfærslu er t. d. oft það einkenni sem sjúklingarnir eru
teknir fyrir. Orsök þess er auk dómgreindarskorts og moralskrar lireyting-
ar, oftast sú, að minni sjúklingsins gegn nýskeðum hlutum bilar meira en