Læknablaðið - 01.01.1932, Page 14
8
LÆKNABLAÐIÐ
annað í andlegri starfsemi hans. Er þeir síÖar verða stundum varir við aö
þeim hafi or'ÖiÖ einhver skissan á fyrir minnisleysi, fara þeir eventuelt aÖ
reyna að klóra yfir hana, og verður þá óreglan vísvitandi sviksamleg. Ann-
ar syfilitiskur geðsjúkdómur kemur fyrir við mænusyfilis (tabes), scm
hefir lækmst. Líkist hann í mörgu paranoia, en dómvillurnar eru m. a.
minna kerfisbundnar.
Hin siðferðilega sljófgun við syfilis í taugakerfinu, minnir í mörgu á
sljófgunina við æðakölkun, Við alla sjúkdómana eru algengar sexuel-truíl-
anir allskonar, fyrst og fremst exhibitionismus, masturbation hvar og hvc-
nær sem er, sexuel árásir á börn og unglinga o. s. frv.
Það mætti þannig halda áfram að telja upp við alla geðsjúkdóma, en
eg hefi minst á þá helstu í forensisku tilliti og læt þvi staðar numið.
Að eins eitt atriði vildi eg ennþá minnast á.
Hvernig tilfinningarnar að eins eru viðbragð manns insta eðlis, kemur
greinilegast í ljós, þegar athugað er hið mismunandi skaplyndi manna, en
aðal-uppistaðan í því er geðslagið. Má þá sjá, hvernig nákvæmlega sömu
ytri áhrif verka mjög mismunandi á menn, framkalla mismunandi salar-
ástand hjá þeim, alt eftir skaplyndi þeirra. En skaplyndið fer að mestu eftir
líkamskendunum og þær aftur nokkuð eftir ástandi líkamsvefjanna, líkams-
vökvanna og ósjálfráða taugakerfisins. Eftir þessu þrennu fer líkamsbygg-
ing manna og útlit, og því er það, að af líkamsbyggingu og útliti má marka
nokkuð um skaplyndið.
Frá alda öðli hefir djöfullinn í þjóðtrúnni venjulega verið álitinn magur
og kræklóttur, mjór og langur, með horn og jafnvel klaufir, helst með
kryppu og hóstandi; galdranornin þunnleit og króknef juð.
Sá glaði og káti er aftur á móti feitlaginn, sællegur og rauðnefjaður.
Konan, með hina almennu, heilbrigðu skynsemi, er látin vera bústiii og
þrekleg. Hinn heilagi er á hinn hóginn mjög grannvaxinn, langlima, fölleit-
ur og hátíðlegur.
Fyrir io—12 árum tók þýskur geðveikralæknir, Kretschmer, sér fyrir hend-
ur að rannsaka, hvort nokkuð raunverulegt mundi liggja til grundvallar fyr-
ir þessari þjóðtrú. Hann komst að þeirri niðurstöðu, sem síðan hefir verið
staðfest með aragrúa rannsókna í fjölda löndum, að sjúklingar, með svo-
nefnda manio depressiva geðveiki, eru yfirgnæfandi það, sem hann nefndi
„pykniskir", og sjúklingar með schizophreni eru yfirgnæfandi það sem hann
nefndi „astheniskir", og paranoia-sjúklingar „athletiskir" eða „dysplastiskir".
Einkenni við pyknisku líkamsbygginguna er yfirleitt, að innýflaholin, höf-
uð, brjóst og kviðarhol, eru stór. Mönnunum hættir við að safna ístru. Aft-
ur á móti eru limirnir mjórri. Greinilegustu tilfellin eru meðal-há, feitlagin
manneskja, breiðleit, með mjúkum andlitsdráttum, hálsinn stuttur og dig-
ur, brjóstkassi hár og hvelfdur og oft sæmileg ístra. Útlimirnir eru sívalir
og mjúkir, axlavöðvarnir frekar flatir.
Einkenni við asthenisku líkamsbygginguna er yfirleitt grannur vöxtur.
Þeir menn eru magrir, frekar mióslegnir, sýnast hærri en þeir eru, húðin
föl, axlarbreiddin lítil, handleggir og fætur vöðvarýrir, brjóstkassinn lang-
ur, mjór og flatur, epigastriski vinkillinn hvass, kviðurinn magur.
Hinir athletisku eru þreknir og vöðvamiklir.
„Dysplastiskir" hafa „óreglulega" Jíkamsbyggingu.