Læknablaðið - 01.01.1932, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ
13
af þeim sýktu (fatality rate). — Samtimis bólunni gekk þar einnig hlaupa-
bóla. — (Rapport épidémiologique mensuel. Societé des nations, Genéve 15.
oct. 1931). Stgr. Matth.
Úr útlendum læknaritum.
Berklaveiki á ungbörnum.
ViÖ eftirlit á börnum í Leningrad fundust 7 börn berklaveik og voru
öll innan 3 mánaða. (Lancet 15./8. '31). G. H.
Calmettes bólusetning
vekur meiri athygli í Frakklandi en öll hin læknisfræðin til samans, segir
fréttaritari „Lancets". 1. júlí f. á. höfðu verið alls bólusett 354.000 börn
i Frakklandi einu. Síðustu skýrslur um bólusetninguna hefir þaulvanur
skýrslufræðingur samið, og styðja þær mjög álit Calmettes. (Lancet
I5-/8. ’3i). G. H.
Abortus provocatus í Rússlandi.
Tímatakmark 3 fyrstu mánuðirnir. — Endurtekning ekki fyr en eftir
6 mán. — Rúmlega í 3 daga. — Læknir getur neitað að gera abortus, ef
hann telur það sérstaklega hættulegt fyrir heilsu sjúkl. Þrátt fyrir greiðan
aðgang að læknishjálp og spitölum mikið um abort. criminalis. Þó ab. prov.
sé leyfður, er barnkoman engu minni en fyr.
48% kvenna óska ab. vegna fátæktar, 22% vegna lasleika, 10% vilja ekki
eiga börn, 0,5-—4% vilja ekki láta vitnast, að þær séu vanfærar. (J. A.
H. 18./7. ’3i). G. H.
Kandidatastöður í Danmörku.
Með vaxandi kandidatafjölda eru gömlu kandidatastöðurnar hættar að
hrökkva til. Þær voru aðeins 43, en nú útskrifast árlega um og yfir 100
kandidatar. Félag ungra lækna ræður því hverjir komast að og hvar. Þeir,
sem afgangs verða, bíða til næsta árs. Þetta heíir leitt til þess, að biðin
verður óhæfilega löng og kandidatar setja sig niður, án þess að vera 1
ár á spitala.
Nú þykir það, með réttu, nauðsynlegt, að læknar hafi eitt „turnus“-ár.
Til þess að ráða bót á þessu, er ráðgert, að fjölga föstum kandidatastöð-
um að miklum mun, og hrökkvi það ekki til, að fjölga stöðunum eftir því
sem þörfin krefur, svo allir komist að rétt eftir próf. Vitanlega kostar
þetta nokkurt fé. Kandidatar í Danmörku fá 140 kr. á mánuði og alt frítt.
(Ugeskr. f. L. 17./9. ’3i). G. H.
Umferða-tannlækning.
Tannlæknir einn í Stokkhólmi hefir keypt sér góðan vélbát og komið
fyrir tannlækningastofu í honum. Hann fer svo í bátnum milli eyjanna
í Skárgárden og gerir við tönnur eyjabúa. (Hyg. rev. 15./8. ’3i). G. H.