Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1932, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.01.1932, Blaðsíða 22
læknablaðið 16 Fréttir. Embættisprófi í læknisfræði hafa lokiÖ í febrúar s.l.: Alfred Gíslason, II. eink. betri 1523/3; Arngrímur Björnsson, I. eink. 1583/3; Einar Gutt- ormsson, I. eink. 169%; Eyþór Gunnarsson, II. eink. betri 149^; Kristinn Stefánsson, I. eink. 197^ • Sveinn Pétursson, II. eink. betri 152%, og Val- týr H. Valtýsson, II. eink. betri 138^3. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Bergsveinn Ólafsson, cand. med. og Elín Jóhannesdóttir (fyrv. bæjarfógeta). Utanfarir: Bergsveinn Ólafsson er nýfarinn til Bergen, verö'ur þar vi'ð Haukeland Sykehus. Vikarar. Kjartan Jóhannsson gegnir Stykkishólmshéraði í fjarveru hér- aðslæknis, og Valtýr H. Valtýsson Flateyjarhéraði. Kandidatsstaða við Landspitalann hefir verið auglýst laus í Tímanum (losnar 1. apríl). Rannsóknastofu Háskólans var lokað 16. mars vegna fjárskorts. Sátt- málasjóður hefir fram á síðasta ár styrkt stofuna, en nú hefir háskólaráðið neitað að styrkja hana framvegis, þar sem það álitur að ríkissjóði beri að standa allan straum af henni, og hefir ekki enn tekist að semja við stjórn- ina um nægilegan rekstrarstyrk. Innlend smitun af syfilis hefir verið mjög sjaldgæf hér á landi fram að þessu. Flestir syfilissjúklingar hafa sýkst erlendis og lítið borið á útbreiðslu veikinnar innanlands. Upp á síðkastið hefir syfilis gert óvenju mikið vart við sig í Reykjavík, og hver smitast af öðrum innanbæjar. Því miður er ekki séð fyrir endann á þessum faraldri enn þá. Innheimtu- og afgreiðslumaður Lbl. er hr. Þorvaldur Jónsson, Grettisgötu 37, Rvík. Félagsprentsmíðjan.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.