Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1933, Qupperneq 7

Læknablaðið - 01.03.1933, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 29 pathiska sjúklinga aÖ ræ'Öa. Menn verÖa aÖ komast að raun um truflanir höfuÖtaugakerfisins og sömulei'Sis sjúkdóma, sem geta örvaS blóÖrásina til höfuÖsins (maga- og innýfla-sjúkdóma o. s. frv.). Það getur gefiÖ skýringu á þrálátum höfuÖverk, og í öllum tilfellum eru breytingarnar í nefinu ekki aðalorsökin, heldur einungis „épine irrita- tive“, sem staÖbindur í nánd viÖ sig allsherjar vanliðan, sem er eftir sem áður höfuðatriðið. En hvað sem því líður, þá hefir „jarðvegurinn“ svo mikið að segja við þessa tegund höfuðverkjar, aÖ menn ættu ekki aÖ láta undir höfuð leggj- ast, að nota jöfnum höndum lokala og almenna meðferÖ. Jens Ág. Jóhannesson. Coeliaki. Intestinal infantilismus. Eftir Katrínu Thoroddsen. Þegar ritstjórn I.æknablaðsins mæltist til þess, að eg skrifaði í blaðið grein um cöliaki, tók eg þvi fálega. Ekki af þvi, að sjúkdómurinn sé þess ekki verður; síður en svo, hann er bæði merkilegur og einkennilegur. Heldur var ástæðan sú, að eg hefi enn ekki orðið hans vör hérlendis. Að visu hefi eg heyrt getið tveggja barna, sem eftir lýsingu að dæma, vel gætu hafa haft cöliaki, en þau börn sá eg aldrei sjálf. Mér fanst bæpiÖ, að fara að skrifa langt mál, sem litla praktiska þýðingu hefði, en var þá réttilega bent á, að vonlítið væri um vitneskju, hvort veikin fyrirfyndist hér, væri ekki athygli lækna beint að henni. Víst er um það, að land- fræðisleg útbreiðsla veikinnar (England, U. S. A„ Þýskaland, Skandina- via o. v.) er ekki til fyrirstöðu því, að stöku tilfellum geti skotið upp hér öðru hvoru, sé farið að skygnast um eftir þeim. Að minsta kosti hefir sú raunin orðið á ytra, að veikin virðist heldur færast i aukana, á síðari ár- um, eins og oft vill verða, þegar mikið er um einhvern sjúkdóm rætt, því ekki munu óvíða eiga við ennþá, ummæli Charcots gamla, að við finnum ekki nema það, sem við leitum að, og tiltölulega er stutt síðan farið var að leita að cöliaki. Þó að klassisk lýsing væri birt af veikinni 1888 (Gee), þá er það ekki fyr en hún er fundin á ný, af Ameríkumanninum Herter 1908, sem nefndi hana intestinal infantilismus, og ári síðar af Þjóðverj- anurn Heubner, er gaf henni langt nafn og óþjált („Schwere Verdauungs- insuffiziens beim Kinde jenseits des Sáuglingsalters“), að farið er að gefa sjúkdómnum nánari gætur, og á síðari árum hefir verið mjög mikið um hann rætt og ritað. Cöliaki er alstaðar sjaldgæfur sjúkdómur, hann gerir sér engan manna- mun. hans hefir orðið vart í öllum stéttum .og við hvaða aðbúnað, sem er Pelabörn veikjast ekki fremur en brjóstbörn, og ekki er hún tiðari í einni ætt en annari. Stúlkubörn sýnast þó eitthvað móttækilegri en drengir. Einkennilega oft eiga þó sjúklingarnir til taugaveiklaðra að telja. Veikin byrj-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.