Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1933, Qupperneq 10

Læknablaðið - 01.03.1933, Qupperneq 10
32 LÆICNABLAÐIÐ cöliaki sé í sjálíu sér ekki banvænn sjúkdómur, þá dregur hún mjög úr ónæmi barnanna, og sú var ástæÖan til þess hve skæÖ hún lengi vel var talin. En verði börnin ekki einhverjum intercurrent sjúkdómi, enteral eða parenteral, að bráð, fer þeim að skána úr þvi að kynþroskinn hefst, en altaf bera þau sjúkdómsins menjar, eru kyrkingsleg, veikluð og veimil- tituleg. Með góðri meðferð og nákvæmri hjúkrun má hinsvegar lækna sjúkdóminn, en lengi er sú lækning á leiðinni og þolinmæðisverk mikið, og vik eg nánar að því síðar. Um orsök veikinnar vita menn ekkert ennþá með vissu. Það eitt er hægt að fullyrða, að um ófullkomna fitu- og kolvetna-resorbtion er að ræða, og að íitan er þar hið frumstæða, en af hverju það stafar veit enginn enn, þó að tilgáturnar séu margar. Engar pathologiskar anatomiskar breytingar hafa fundist er nokkuð geti bent í áttina; hvorki einkenni um acut eða chroniskar l)ólgur í þörmum, né neinar breytingar á meltingar- vökvanum. Bólgnir mesenterial-eitlar, sem hindri afrás lymphunnar, en sú er ein tilgátan, hafa ekki getað staðist gagnrýni sectiona eða operationa. Þá hefir og því verið slegið fram, að truflun á starfsemi endokrinu kirtlanna væri hér að verki, en vitanlega er það ekki annað en slagorð, sem á engra færi er, enn sem komið er, að hrekja eða sanna, meðan starfsvið þess kerfis er svo mjög á huldu og það enn er, að mestu. En svo mikið er víst, að við anatomiskar breytingar styðst sú tilgáta ekki. Auðvitað er ekki annars að vænta, á þessari vitamin-öld, en að avitaminosis hafi verið tilnefnd, og víst er um það, að mörg einkennanna stafa af bætiefnaskorti, sem þó ekki or- sakast af vöntun í fæðunni, heldur af vanmætti á að tileinka sér þau og hagnýta. Að sjúkdómurinn sé vegetativ neurosis hefir komið til orða án þess þó að nokkur skýring fylgi þeirri kenningu um hvað hún eiginlega þýði eða i hverju hún sé fólgin. Þá sýnist eins gott, vilji menn endilega láta það eitt- hvað heita, að skipa cöliaki á bekk með svonefndum functionell truflunum, þar eru margir góðir hlutir fyrir, sem hún á það sameiginlegt við að geta batnað spontant og hafa engar anatomiskar breytingar fram að færa. Álita- mál getur það verið, hvort rétt sé í raun og veru, að tala um cöliaki sem sérstakan sjúkdóm, hvort ekki sé að eins um stigmun að ræða frá venju- legum, þungum meltingartruflunum, en það vilja margir, einkum barna- læknar, ógjarnan, því að einkennin eru svo sérkennileg og ólík öðrum melt- ingarkvillum, að þeim finst hún eiga fullan rétt á sér sem slik, þó að hvorki sé. ætiologi né specifik pathologi fyrir hendi. Þar sem hér er um langvarandi sjúkdóm, hjá neuro-pathiskum sjúkling að ræða, gefur að skilja, að meðferðin er vandasamt þolinmæðisverk, bæði fyrir sjúkling og lækni. Sérstaklega er erfitt við sjúklinga þessa að eiga í heimahúsum. Rúmlega er óhjákvæmileg, um lengri tíma, í byrjun með- ferðar og í afturköstunum, en þau býst eg ekki við að neinn læknir losni við með öllu, hversu nákvæm sem hjúkrun og hirðing er. Meðferðin er fólg- in í breyttu mataræði, og er um tvær leiðir að velja. Reynslan hefir sýnt að kölvetni, svo sem sykur, sterkja, mjöl, grjón og kartöflur þolast ákaflega illa við cöliaki, gefið ásamt öðrum mat, en sé því svift burt úr fæðunni, þá meltast hin næringarefnin nokkurn veginn vel, þó að fitan notist að vísu ekki eins ákjósanlega og í heilbrigði. Klassiska cöliaki-næringin er því fólg- in i miklu proteini, lítilli fitu, rétt eins og þolist án niðurgangs, og engin kolvetni fyr en éftir fleiri vikur, og þá mjög varlega. Fyrsta stigið í diæt

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.