Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1933, Page 12

Læknablaðið - 01.03.1933, Page 12
34 LÆKNABLAÐIÐ ar (en ekki blautar), svo að engin útferð harðnar eða stendur í sárinu, og insta grisjulagið ver því, að þekjan haggist.“ Maður verður þess brátt var, við excisio ulcerum cruris, að lágin á leggnum eftir excisio fyllist ótrúlega fljótt, svo þótt hún sé ca. i ctm. á dýpt, þegar transpl. er á hana, þá er hún nokkrum vikum síðar orðin jafnhá holdinu í kring. Sama máli er að gegna við operationes plasticæ, þegar t. d. flipa af galea er brugðið af enni og niður á kinn, og húðþekja a. m. Thiersch lögð á sárið, þá ber það fljótlega jafnhátt hörundinu í kring. Þetta hefír mikla þýðingu, Jiegar um excisio og transpl. á andliti eða öðrum áberandi likamshlutum er að ræða, hver svo sem ástæðan er til aðgerðarinnar (cancer, cicatrix o. s. frv.), því vegna þessa verða lýtin. sem af sjálfri aðgerðinni stafa, miklu minni en búast mætti við. Undanfarin ár hefi eg á þennan hátt reynt að bæta vanga ungrar konu, sem hafði mjög stórt og ljótt ör í andliti. Örið var eftir radium-lækningar og kolsýruþrýstingu á stórri valbrá. Kona þessi er fædd með óvenju stóran nævus vasculosus prominens (vinosus), er náði yfir hálft andlitið, frá nefi út að eyra, upp á augabrún og niður á kjálkabarð (sjá mynd I.). i6 ára gömul leitaði hún lækninga við þessu í Danmörku, var þá (1913) nýfengið radíum þar í landi. Var hún nú í radíumlækningum árum saman, og seinna var hún fryst með kolsýru, og enn siðar voru notið Finsen-ljós. Árangurinn varð sá, eftir rúman áratug, að valbráin var horfin, en i stað hennar var komið skjannahvítt (pappírshvitt) samankiprað ör, sem dró neðra augnalok niður og munnvikið út á kinn, og skekkti alt andlitið. I miðju örinu var fleiður, sem vætlaði úr, og hlóðst þar upp hrúður, og var vanginn svo trénaður, að öll mimik var horfin þeim megin. Var útlitið nú, er hún var 32 ára, eins og mynd II sýnir, I. mynd. II. mynd.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.