Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 37 Af ástæðum, sem allir munu telja góÖar og gildar, gerÖi eg rannsókn þá á veikinni og berklasmitun í héraÖi mínu, sem birt er í Heilbr.sk. 1929. Af því aÖ nokkrar athugasemdir hafa komið fram viS skýrslu mína, en þó einkum vegna hins, aÖ eg býst viÖ því, að fleiri stéttarbræður hugsi sér aÖ gera hið sama, þá vil eg fara um rannsókn þessa nokkrum fleiri orÖum og ræða málið frekar en kostur er á í opinberri skýrslu, ef þaÖ gæti orðið einhverjum til frekari athugunar. ViÖ slíka rannsókn sem þessa koma einkum 3 atriÖi til greina: 1.) AÖ rannsaka gang veikinnar í héraÖinu. 2.) AÖ leita aÖ öllum sjúkum í hérað- inu með sérstakri rannsókn. 3.) Að rannsaka smitun í héraðinu og þá jafn- framt smitunartækifærin. Eg leitaðist við að rannsaka 1. og 3. atr. sem rækilegast, en 2. atr. varð að sleppa. Það atriÖi er að visu þýðingarmikið, en ef sú rannsókn á að vera fullnákvæm og áreiðanleg, heimtar hún þá æfingu og þau tæki, að eg tel hana tæpast framkvæmandi í héruðum yfir- leitt Setjum svo, að allir héraðsbiiar fáist til að ganga undir slíka rann- sókn, sem eg efast um, þá verður læknir að hafa röntgentæki og rafmagn með sér, því að það verður áreiðanlega ókleift að fá alla héraðsbúa heim til læknis. Þetta atriði vantar því á fullkomna berklarannsókn héraðsins. Þá vil eg drepa á 1. og 3. atriði. Um gang veikinnar, eða „sögu“, i hérað- inu síðustu 25 árin, hefi eg vitanlega stuðst við „Berklabókina“, en alls ekki við hana eina, heldur og við upplýsingar frá héraðsbúum, eins og sjá má á ritgerð minni, þótt Jiað sé ekki beint tekið fram. Það vita flestir, er foreldrar þeirra, systkini, börn, makar eða aðrir nákomnir, deyja úr berkl- um. samkvæmt úrskurði læknis eða heilsuhælis (eða spítala), og því frem- ur er þetta víst, ef mörgum ber saman. Þar sem nú ekki var hér um lengri tíma að ræða en 25 ár, þá tel eg vitneskjuna svo örugga, sem orðið gat, eftir eðli málsins. En vitanlega falla hér úr þeir, sem ekki var vitað, að höfðu berkla eða ekki dóu úr þeim. Svo hlýtur ávalt að verða. Þá er 3. atr., rannsókn á smitun og smitunartækifærum (smitendum), og ætla eg að taka síðari liðinn fyrst, en hinn fyrri sér, í næsta kafla. Til rann- sóknar á s'mitunartækifærum var athugað, hvort hinir smituðu hefðu verið á heimili með berlaveikum og hvort þannig væri hægt að benda á smitunar- tækifærið. Það var hægt með vissu í meiri hluta allra tilfella á 1—30 ára aldri (sbr. skýrsluna), og þar seni gera má ráð fyrir, að hið sama hafi átt sér stað í ýmsum hinna óvissu tilfella, þá er ekki rangt að álykta, að smit- unin hafi lang-oftast verið heimasmitun. Það, sem máli skiftir og eg taldi unt að fá að vita í þessu efni, kemur fram í I. töflu skýrslunnar, með at- hugásemdum. Aftur á móti var ekki talið sérstaklega, hve margir °/o þeirra, er dvalið höfðu á „berklabælunum“ eða berklaheimilunum, voru smitaðir i hlutfalli við þá, er að eins höfðu dvalið á ,,heilbrigðum“ heimilum. Af skilj- anlegum ástæðum gat slík rannsókn aðeins náð til yfirstandandi tima, og tölurnar hefðu að mínu áliti orðið bæði of litlar og óáreiðanlegar. Niðurstaða mín er fengin i sveitahéraði (mestmegnis) og ályktanir mínar eiga við það, og, per analogiam, um sveitahéruð hér á landi. Önnur niður- staða. sem aðrir hafa komist að annarsstaðar, þar sem öðruvísi hagar til, haggar henni ekki. I kaupstöðunum hagar öðruvísi til, og þá ekki siður í borgum erlendis og einkum fátækrahverfum stórborganna. I öllu þéttbýli, og því fremur sem það er meira, verða takmörk heimilanna óákveðin, heim- ili og dvalarstaður verða ekki eitt og hið sama, og er óþarfi að rekja það

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.