Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1933, Page 17

Læknablaðið - 01.03.1933, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 39 heimilum, þótt smitunartæki færi'Ö ver'Öi ekki fundi'Ö. 3) Það koma fyrir börn. þótt fátítt sé, sem eru P. og Mantoux, jafnvel við itrekaða prófun (þótt mjög fátitt sé), þótt þau séu sannanlega srnituð, og ekki verði fundin ástæða til þeirra anergia. Fyrsta atriðið verður að skýra svo, að ann- aðhvort hafi tekist að verja barnið smitun, eða að það sýni anergia við ein- falda prófun. Annað atriðið er ekki svo torskilið, þegar litið er á erfið- leikana á slíkri rannsókn, einkum í þéttbýli og kösinni i kaupstöðunum. Þriðja atriðið er undarlegt og mun helst verða skýrt með því, að ýfingar- eða viðkvæmni þátturinn i þeirra allergia (sá þátturinn, sem sumir kalla út af fyrir sig allergia) sé lítill eða enginn, en hinn þátturinn, ónæmið, þá senni- lega þeim mun meiri( ?). Væri nú alt þetta regla, þá væri hún athugaverð, og myndi helst benda á, að yfirleitt væri ekki verulega að marka tuberculin- prófið. En séu þetta undantekningar, þá er sama máli að gegna um þær og aðrar undantekningar, sem margar eru níerkilegir hlutir og ráðgátur, að það á ekki að fara eftir þeirn, heldur reglunni. III. Ein af tillögum minum og sú, sem líklega fær minstan byrinn, er að taka upp bólusetningu með BCG á börnum og unglingum, og þá með dælingu undir húðina, enda virðist sú aðferð gefast betur en inngjöf (til þess að framleiða allergia). Flestir munu nú sammála um það, sem eg tók fram í byrjun, að full þörf sé nýrra og frekari aðgerða í berklavarnamálinu. Út í það verður þó ekki farið hér, að ræða urn berklavarnir alment, þótt full ástæða væri til, að það væri gert, og athugað, hvað vér getum gert fram yfir það, sem er, og i hverju breytt til bóta. Sú skoðun hefir komið frarn,* að með þeim aðferðum, sem nú eru notaðar, muni ekki unt að færa veik- ina (manndauðann) að mun niður úr því, sem er hjá þeim þjóðum, sem fremstar standa nú að þessu leyti (dánartala 0,7—0,9%c). Til þess þurfi að auka mótstöðuafl þjóðanna með einhverju móti. Eg hefi áður látið uppi skoðun mína hér í Læknabl., sem er í samræmi við þetta álit, þótt það sé nú raunar þýðingarlítið atriði í þessu i sambandi. Það vakir fyrir mér, að bólusetningin verði einn liðurinn í hinum auknu og endurbættu berklavörnum. Menn hafa þótst taka eftir þvi, að ])ar sem nautaberklar eru almennir, sé manndauði úr berklaveiki minni en ella, og þakka það hinni vægu smitun af nautaberklunum, sem, eins og væg berklasmitun yfirleitt, veiti aukið mót- stöðuafl gegn veikinni. Þessi skoðun sætir nú andmælum, og hvað sem um það er, þá er vitanlega ógerningur að láta berklaveiki í nautgripum við- gangast í þvi skyni, að bólusetja með ]>vi mannfólkið, bæði af efnahags- ástæðum og þó einkum af því, að smitunarskamtarnir yrðu æði óákveðnir. Margir eru að vona, að BCG bólusetning muni gera gagn í þessa átt, þótt óvissa sé enn um það og skiftar skoðanir. Það mun mega álita, að hún sé hættulaus, og má í því sambandi benda á álit alþjóða-berklaþingsins 1930. En sé gagnið vafasamt, er þá nokkur ástæða til þess að byrja? Er ekki best að láta aðra brjóta ísinn? Án þess að eg ætli að ræða hér öll rök, með og móti, vildi eg koma með nokkrar athugasemdir, svo sem til skýr- ingar því, er eg þegar hefi lagt til. Þótt manndauði úr berklaveiki sé hærri hjá oss en nágrannaþjóðunum, * Sbr. Rolv Höyer-Dahl, Nord, med, Tidsskr. 1933, nr. 10,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.