Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 4
5« LÆKNABLAÐIÐ Um skólaeftirlitiö alment skal eg vera fáoröur. Eg vil aöeins benda mönnum á hinar ágætu leiðbeiningar G. H. í Lbl. 1917 (okt. og nóv.bl.) og í Heilbrigðisskýrslum 1926, svo og bækur eftir Carl Schiötz. yfirskóla- læknir í Oslo (Skolealderen, Oslo 1927), Poul Hertz yfirskólalækni i Kaupmannahöfn, (Sund Skoleungdom, Kbh. 1917), James Kerr, London, (Fundamentals of Scool Health. London, 1926), sem munu vera til hér á Landsbókasafninu. Einnig þýska tímaritiö Zeitschrift f. Schulhygiene sem mun vera hiö helsta um þau efni. Eg vil lýsa stuttlega þeirri aöferð er eg nota við skoðunina. Er hún að mestu leyti hin sama og fyrirrennari minn, collega Gunnl. Einarsson, notaöi, enda brúkuö sömu heilsufarskort meö lítilsháttar breytingum. Fyrsta daginn sem barnið kemur i skólann fær þaö heim meö sér eitt af kortunum i umslagi, með tilmælum um að skila því útfyltu næsta dag. Foreldrarnir eöa forráðamenn barnsins, fylla út bakhlið kortsins og fást í nær öllum tilfellum skýr og greið svör viö spurningunum. Er nú kortunum raðað eftir bekkjum og í stafrófsröð og er tilbúið til skoðunar. Spjaldskrána geymum við í skúffum, í þar til gerðum skáp og er greiður aðgangur að þeim. Á kortunum eru 8 dálkar, 1 fyrir hvert skólaár. Hefir maður þannig á litlum fleti, yfirlit yfir heilsufar barns- ins frá ári til árs, allan skólatíma þess. Sé um nýja nemendur að ræða, sem koma í fyrsta sinn í skólann, til skoðunar, þarf náttúrlega sérstakrar aðgæslu. Eftir að barnið hefir af- klæðst, (drengir úr öllu, stúlkur í buxum einum) tekur hjúkrunarkonan við því, vegur það og mælir. Vogin og kvarðinn standa ekki lengra frá lækninum, en svo, að hann geti litið eftir mælingum hvenær sem er. Hjúkrunarkonan skrifar málið og þyngdina á kortið og sendir barnið með kortið til læknisins. Hann lítur nú fyrst á spjaldið, aðgætir hvaði for- eldrar barnsins hafa skrifað, hvort nokkurs sé sérstaklega að gæta um heilsufar þess og hvers þá. Síðan er litið á hæðar og þyngdartölurnar og þær bornar saman við hæðar og þyngdartöflur próf. Schiötz i Oslo, um norsk börn, en þær hafa verið prentaðar með heilbrigðisskýrslunum og munu vera í eigu allra, er við skólaskoðun fást. Að vísu eru þær ekki normaltölur fyrir íslensk börn. Þær eru því miður ekki til, en þær norsku eru það sem maður veit sanni næst. Töflurnar eru límdar á spjald og hefir læknirinn þær hangandi fyrir framan sig. Ef maður sér nú af þessum samanburði, að hæðaraldur barns eða þyngdaraldur, eða hvorttveggja, svarar engan veginn til hins raun- verulega aldurs getur verið ástæða til að spyrja, er ekkert athugavert við þetta barn, er það heilbrigt? Maður gefur því þess vegna sérstakar gætur og liefir eftirlit með heilsufari þess. Með börn sem áður hafa verið í skólanum er öðru máli að gegna. Þar hefir verið reiknaður út þroskaaldur barnsins (aldur hæðaraldur + þyngdaraldur: 3) og skrifaður á sinn stað á kortinu. Sér maður þá í einni svipann hvar barnið er á vegi statt í þroska, ])ar sem hinn raun- verulegi aldur stendur í næsta dálki fyrir ofan. Er þá athugað vaxtarlag, holdafar (ath. hve mikið ber á rifjum), hör- und, (klór, flóabit, kláði, húðsjúkdómar) andlitslitur, litur á slímhúðum, kviðslit (á piltum). Maður talar nokkur orð við bamið til að vita um mál- færi þess og event. andlegan þroska. Jafnframt eru athuguð líkamslýti og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.