Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 61 7. Ablatio mammae: Kona 50 ára, 4 ccm. p., 100 gr. æther. 8. Appendectomia: Kona, 61 árs, a,]A ccm. p., 80 g. æther. í tilfellunum 5—7 reyndist p. ágætlega, enginn órói, engin uppköst í svæfingunni, né eftir hana, svæfingin mjög róleg og æthernotkun lítil. Þess skal getið, að eg nota altaf æther á opna grímu (open drop method) og eyðist við það tiltölulega mikill æther. Við keisaraskurðinn eyddust að- eins 70 grömm, og stóð hann þó í 1 klst., vegna þess að gera þurfti lífg- unartilraunir á barninu mitt í aðgerðinni, og varð að því talsverð töf, en mjög áríðandi var að fá lifandi barn, þar sem kona hafði tvisvar áður mist barn í fæðingu (þröng grind). Sennilegt þykir mér, að drunginn í barninu hafi aðallega stafað af morfininu og pernoktoninu samanlögðu, en annars tafði það dálítið fyrir að ná barninu, að fylgjan var á fram- vegg legs, svo að fara varð í gegnum hana. I síðasta tilfellinu reyndist p. ekki eins vel, því að þar var, þrátt fyrir morfinið, dálítill órói (grátur), og þurfti því talsverðan æther til að fá góðan svefn í 28 minútur, og gerði velgja vart við sig í byrjun svæfing- arinnar og uppköst í eitt skifti eftir á. Pernokton lækkar blóðþrýsting og öndunarhraða, gerir púls minni og hægari. Það verður því að nota með varúð, ef hætta er á miklum blæðing- um eða kollaps. Það útskilst gegnum nýrun og getur stundum gefið eggja- hvítu i þvagi í nokkura daga, eftir því sem ein heimild telur. Rétt mun bví vera, að nota það ekki ef nýrun eru veikluÖ, enda hætti eg við að nota það í eitt skifti, þegar annars var ástæða til, vegna þess, að um talsvert tímafreka aðgerð var að ræða (appendectomiu, resectio tubarum, ventri- fixatio uteri a. m. Doleris, og kolporrhaphiu, alt i einni lotu). Sú kona hafði haft kroniska pyelitis öðru megin, og starfprófun á því nýra sýndi léleg afköst. Dauðsföll hafa komið fyrir af þvi, t. d. við prostatismus og mikla myodegeneratio cordis. Vegna þess að það verkar talsvert á andardráttar- stöðina eins og önnur barbitursýrusambönd, þá er tryggara að hafa við hendina lobelin eða coramin, sem verkar á andardrátt og blóðrás öfugt við p. Sagt er, að vekja megi sjúkl. úr pernoktonsvefni með því að dæla inn 5 ccm. af coramini, og er þá ráðin bót á þeim galla, að ekki sé hægt að hætta svæfingunni i miðju kafi. Ekki hefi eg reynt þetta, en í þess stað gerÖi eg tilraun með það i tilfelli nr. 8 hér að framan, að dæla undir húð 5 ccm. af ol camphoratum til að vita, hvort sjúkl. vaknaði. Hún gerði það að vísu ekki. en ansaÖi þó skömmu síðar, þegar kallað var til hennar. Af framanrituðu er ljóst, að p. er einkum ágætt við langar aðgerðir og oft handa kvíðafullum og kjarklitlum sjúklingum. Þvi er hælt við lungna- sjúklinga, sem illa þola æther. Sumir hafa notað það þrátt fyrir alvarlega hjartabilun, og telja það hættuminna en venjulega svæfingu. Sumir telja betra að gera strumectomiur við Basedow í pernoktonsvefni en í staðdeyf- ingu, vegna sálarástands sjúkl., og er hann þá vaninn við inndælinguna með glucoseinndælingu í 2—3 daga á undan. Þess má og geta, að p. hefir verið notað með góðum árangri við heiftuga gall- og nýrnakveisu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.