Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 6
52 LÆKNABLAÐIÐ Eg hefi séö nokkur heilsufarsblöö frá barnaskólum á Noröurlöndum. líst mér best á heilsufarsblöð frá Helsingfors úr barnaskólum Sænsk- Finna en því miður hefi eg ekki enn getaö, af ýmsum ástæöum, fært okkar heilsufarskort í svipað form, þó æskilegt væri að mörgu leyti. Það er nú kannske gott og blessað, að hafa skoðað börnin vandlega og bókfært það sem fundist hefir. En ekki er það nóg. Heilsuvemd barnanna útfrá skoðuninni er aðalatriðið og vegna þess er í fyrsta lagi til skoðunarinnar stofnað. Að sjálfsögðu er iðulega litið eftir skóla- stofunum, að þær séu hreinar og loftræsting góð, litið eftir salernum, vatnsbólum, leikfimishúsi, baðhúsi og matgjafaherbergjum. Má þar fara fljótt yfir sögu. Hitt vil eg leyfa mér að fara um fáum orðum, .hvernig eftirlitið með börnunum er framkvæmt og hvaða trygging er fyrir því, að það konii að nokkru haldi. Undir eins og þess verður vart við skoðunina, annaðhvort af uppl. aðstandenda barnsins eða af því sem læknirinn finnur, að því sé í einhverju áfátt, er kort þess þegar tekið frá, merkt við á því og nafn barnsins fært inn i bók, hvers vegna það er tekið frá og hvenær þaði á að mæta til eftirlits. Eftirlitið er að sjálfsögðu mis- munandi eftir því hvað er að og er réttast að taka hvert atriði fyrir sig'. Anæmie er ekki óalgengur kvilli á skólabörnum og telja margir hann frekar secundæran sjúkdóm en primæran. Schleisinger í Handbuch d. Hygiene telur 10% á þýskum skólabörnum og sænski læknirinn Axel Key 14—15% á sænskum. 1921—'26 eru talin 4—22% á skólabörnum hér á landi, eða að meðaltali 13%. Hér við barnaskólann eru tölurnar svo sem hér segir: 1929: 5%, 1930: 10,9%, 1931: 8,6%. Maður verður að leita að orsökunum til þessa blóðleysis: ill húsakynni, lélegt fæði, tbc. eitlaþroti o. fl. Ef börnin eru auk þess undir þroskaaldri og yfirleitt veikluleg, er grenslast eftir heimilsástæðum, látin borða í skólanum ef bjargarskortur er heima, send til sjúkrasamlagslæknis síns eða heimilis- læknis, ef þannig er til að dreyfa, eða til hjálparstöðvar hjúkrunarfél. Líkn, þar sem börnin geta fengið ókeypis mjólk og lýsi. Starf skólalæknisins á fyrst og fremst að vera eftirlit og leiðbeinandi, en ekki „behandlandi", hann á aðj benda foreldrunum á að eitthvað sé að og svo ráða þeir hvert farið er með barnið, til heimilislæknis, samlags- læknis, ef þeim er til að dreyfa, eða til hjálparstöðvar hjúkrunarfél. því er líka synt fyrir allan árekstur milli collega, enda hefir aldrei til þess komið svo að eg muni. Um sjúkdóminn eitlaþrota er alt mjög á reiki og misjafnt hvað menn telja eitlaþrota. Áðurnefndir Schleisinger og Key telja Scrophulosis 3% hvor um sig. Hjá okkur eru tölurnar alt aðrar. í heilbrigðisskýrslum 1926 er eitlaþroti skólabarna talinn alt frá 4% (Eyrarbakka) og uppí 97% (Svarfdæla). Það ár eru talin í Rvík 48% með eitlaþrota, meiri og minni. 1928 eru talin frá 7—49% í ýmsum hér- uðurn. Árið 1929 eru talin í Akureyrarhéraði 51,3%. Hjá okkur eru tölumar sem hér segir: 1929: 36,6%, 1930: 30,7% 1931: 29,4%. Af hverju þessi mismunur stafar skal eg láta ósagt, en hitt er víst, að sam- ræmi fæst ekki svo að nokkuð sé leggjandi upp úr skýrslunum, fyr en gefnar eru út leiðbeiningar um hvað telja skuli eða menn komi sér sam- an um einhvern grundvöll.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.